Íslenski boltinn

Ungir flýja Fram en hvaða skýringu gefur nýráðinn þjálfari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framarar hafa misst heilt byrjunarlið á skömmum tíma eins og kom vel fram í samantakt í Fréttablaðinu í dag. Guðjón Guðmundsson reynda að finna svarið við því í kvöldfréttum Stöðvar tvö hvað skýrir þennan flótta frá félaginu.

„Samningagerðin í fyrra var ekki nógu vel gerð hjá Fram. Það er nokkuð ljóst," sagði Kristinn Rúnar Jónsson, nýráðinn þjálfari 1. deildarliðs Fram í samtali við Guðjón Guðmundsson.

„Það voru uppsagnarákvæði hjá mörgum leikmönnum og Pepsi-deildin heillar mikið. Fram fékk unga leikmenn í fyrra og gaf þeim tækifæri," segir Kristinn Rúnar en annað árið í röð gerbreytist Framliðið milli ára.

„Ungir leikmenn eru bara óþolinmóðir í dag. Menn horfa svolítið á knattspyrnuheiminn sem knattspyrnustjörnur. Ég held að foreldrarnir séu líka farnir að horfa of mikið á þetta þannig að væntingarnar til yngri leikmanna eru alltof miklar," sagði Kristinn Rúnar.

„Það tekur tíma að verða góður leikmaður og við höfum séð alltof marga efnilega leikmenn verða ekki að neinu," segir Kristinn Rúnar.

Kristinn Rúnar segir að þeir leikmenn sem eftir eru hjá Fram hafi gleymst í umræðu síðustu daga.

„Hér í fyrra voru 30 leikmenn á skrá. Það eru svolítið af leikmönnum eftir sem spiluðu í sumar. Mér finnst vera svolítið að tala niður til þeirra," sagði Kristinn Rúnar en það má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sverrir: Það er ekki einu sinni annar karl í spilinu

Ásgeir Marteinsson varð í gær ellefti leikmaðurinn sem yfirgefur Fram eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Í heildina eru fjórtán leikmenn farnir frá því að síðasta tímabil hófst. Formaður knattspyrnudeildar Fram hefur engar áhyggjur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×