Fótbolti

Hálf öld liðin frá fyrsta Evrópuleik KR og Liverpool

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
KR
KR vísir/andri marinó
Fimmtíu ár eru liðin frá því að KR og Liverpool mættust í tvígang í Evrópukeppni meistaraliða í fótbolta en það voru fyrstu leikir beggja liða í keppninni.

Valtýr Björn Valtýsson kíkti á KR-inga sem hittust í dag í kaffisamsæti í tilefni áfangans í dag og velti upp þeirri spurningu af hverju KR og Liverpool mættust ekki á árinu.

„Við höfum verið í stöðugu sambandi við þá síðan 2000 og vorum komnir afskaplega nálægt að fá þá hér 2004 en því miður þá gekk það ekki,“ sagði Kristinn Kjærnested formaður KR.

„Við lifum enn í voninni en þetta er afar erfitt því þessi lið stjórnast af markaðsöflunum og fara til útlanda þar sem þau fá fullt af peningum fyrir að spila. Það þarf að borga stórar upphæðir og það er erfitt fyrir litla manninn á Íslandi til að keppa um það en við lifum enn í voninni því sagan er svo sannarlega til staðar.“

Liverpool vann fyrri leikinn í Reykjavík 5-0 en Liverpool vann seinni leikinn 6-1 þar sem Gunnar Felixson skoraði mark KR.

„Ætli það hafi ekki haldið nafni mínu á lofti hvað lengst að ég gerði þetta mark,“ sagði Gunnar. „Ég man það bara að ég fékk sendingu utan af kanti og náði að teygja mig í boltann og koma honum inn. Ég man ekki hvernig þetta gerðist og hef aldrei séð þetta á mynd.“

Valtýr ræddi að auki við Ellert B. Schram en alla fréttina má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×