Erlent

“Vape” er orð ársins 2014

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maður að reykja rafsígarettu.
Maður að reykja rafsígarettu. Vísir/Getty
Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. Í öðru og þriðja sæti voru svo “normcore” og “contactless”.

Ekki er til nein góð sögn í íslensku yfir orðið “vape” en það þýðir „að reykja rafsígarettu.“ Sá sem reykir rafsígarettu er svo “vaper” en ekki er heldur til gott íslenskt orð yfir það.

“Normcore” er heiti yfir tískubylgju sem felur það í raun í sér að vera alls ekki klæddur í nýjustu tísku heldur bara „venjulega“. “Contactless” lýsir svo nýjum greiðslumáta þar sem ekki þarf að skrifa nafn sitt á kvittun eða slá inn lykilnúmer á korti til að borga fyrir vörur. Í staðinn borgar fólk með símanum eða með greiðslukortum sem eru með snertilausri virkni.

Vísir hvetur lesendur til að senda inn tillögur að skemmtilegum nýyrðum yfir orð ársins, “vape”, á netfangið ritstjorn@visir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×