Fótbolti

Tyrkir með sinn fyrsta sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Tyrkja og Kazaka.
Úr leik Tyrkja og Kazaka. Vísir/Gety
Tyrkir unnu sinn fysta sigur í A-riðli okkar Íslendinga þegar þeir unnu Kazaka í Tyrklandi í dag. Burak Yilmaz var á skotskónum.

Burak Yilmaz kom Tyrkjum yfir úr víti á 26. mínútu og Burak var aftur á ferðinni þremur mínútum síðar. Þannig var staðan í hálfelik.

Serdar Aziz skoraði þriðja mark Tyrkja á 83. mínútu, en Samat Smakov minnkaði muninn fyrir Tyrki þremur mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Tyrkir fara með sigrinum í fjórða sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Hollandi og fimm stigum á eftir Íslandi. Kazakar eru neðstir með eitt stig.

Búlgarar og Maltverajr gerðu jafntefli í H-riðli. Andrey Galabinov kom Búlgaríu yfir eftir sex mínútur, en Clayton Failla jafnaði metin fyrir Möltu úr vítaspyrnu skömmu eftir hálfleik.

Ivelin Popov fékk svo gullið tækifæri til að skora sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok, en hann klikkaði víti stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Lokatölur 1-1. Malta er með eitt stig eftir leikina fjóra, en Búlgarar eru með fjögur stig eftir fjóra leiki í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×