Vilja leggja niður mannanafnanefnd og leyfa ný ættarnöfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2014 12:08 Guðmundur Steingrímsson er einn flutningsmanna. Vísir/Daníel Sex þingmenn Bjartar framtíðar munu í dag leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn. Meðal þess sem þeir vilja gera er að leggja niður mannanafnanefnd og gefa fólki kost á að taka upp ættarnöfn. Þá benda þeir á að treysta eigi foreldrum fyrir því að velja nöfn á börnin sín. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu sem Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson leggja fram kemur fram að meginmarkmið frumvarpsins sé að undirstrika þá meginreglu varðandi nöfn og nafngiftir að almennt skuli gert ráð fyrir því að nöfn séu leyfð, að foreldrum sé treyst til að velja börnum sínum nafn og að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé virt. Er gerð athugasemd við það að upptaka nýrra ættarnafna sé bönnuð. „Ljóst má vera að ákvæði laganna um ættarnöfn standa vörð um rétt tiltekins hóp Íslendinga til að bera ættarnöfn byggð á erfðarétti og verndunarsjónarmiðum sem voru í hávegum höfð í samfélagi sem á lítið skylt við það alþjóðavædda og upplýsta fjölmenningarsamfélag sem við búum við í dag. Verndunarsjónarmiðin sem búa að baki því að tiltekin hópur Íslendinga hefur leyfi til að bera ættarnafn vegna erfða felur í sér ójafnræði milli þeira sem hafa þessi réttindi og þeirra sem hafa þau ekki,“ eins og segir í greinargerðinni.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir.Bent er á að erlendum ríkisborgurum sem fái íslenskt ríkisfang sé tryggður sá sjálfsagði réttur að halda sínu nafni og ættarnafni. Enda sé litið á það sem stóran hlut af sjálfsmynd manneskju að bera nafn. „Þannig bætist við annar hópur sem hefur rétt til að bera ættarnöfn við þann sem hefur þennan rétt vegna erfða. Eftir situr hópur fólks sem hefur ekki þessi réttindi og þarf að sækja hann fyrir dómstólum.“ Þá er lögð áhersla á að ákvæði núgildandi laga um kvenmanns- og karlmannsnöfn séu tímaskekkja sem þurfi að laga. „Það er ekki hlutverk löggjafans að skilgreina hvað eru kvennmannsnöfn og hvað karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleikan niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni.“ Vísa þingmennirnir til máls Blævar Bjarkardóttur sem í ársbyrjun 2013 fékk leyfi til að heita nafninu sem hún ber í dag. Var það mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær væri ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni. „Þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpi þessu eru í anda niðurstöðu þessa dóms. Hagsmunir einstaklinga af því að fá að heita nafninu sínu eru ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að fólk fái ekki að heita nafninu sínu.“ Frumvarpið og greinargerðina má sjá hér að neðan (DOC) Tengdar fréttir Hægt að heita sama nafni og lögregluhundurinn Rex Mannanafnanefnd hefur samþykkt sex ný eiginnöfn og eitt nýtt millinafn. 4. nóvember 2014 17:59 Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá Ragnar Aðalsteinsson segir Íslendingum mismunað eftir uppruna, sumir fá að heita erlendum nöfnum en aðrir ekki. 3. júlí 2014 14:08 Jón Gnarr fær ekki að heita bara Jón Gnarr „Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“ 26. ágúst 2014 13:36 "Þá getum við fagnað almennilega" Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. 1. febrúar 2013 13:15 Kamal, Póri og Mark en ekki Sveinnóli Mannanafnanefnd hafnaði tíu af fimmtán erindum sem til hennar bárust. 20. október 2014 13:47 „Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Jón Gnarr fjallar um mannanafnanefnd: „Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ 7. júlí 2014 16:17 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Sex þingmenn Bjartar framtíðar munu í dag leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn. Meðal þess sem þeir vilja gera er að leggja niður mannanafnanefnd og gefa fólki kost á að taka upp ættarnöfn. Þá benda þeir á að treysta eigi foreldrum fyrir því að velja nöfn á börnin sín. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu sem Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson leggja fram kemur fram að meginmarkmið frumvarpsins sé að undirstrika þá meginreglu varðandi nöfn og nafngiftir að almennt skuli gert ráð fyrir því að nöfn séu leyfð, að foreldrum sé treyst til að velja börnum sínum nafn og að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé virt. Er gerð athugasemd við það að upptaka nýrra ættarnafna sé bönnuð. „Ljóst má vera að ákvæði laganna um ættarnöfn standa vörð um rétt tiltekins hóp Íslendinga til að bera ættarnöfn byggð á erfðarétti og verndunarsjónarmiðum sem voru í hávegum höfð í samfélagi sem á lítið skylt við það alþjóðavædda og upplýsta fjölmenningarsamfélag sem við búum við í dag. Verndunarsjónarmiðin sem búa að baki því að tiltekin hópur Íslendinga hefur leyfi til að bera ættarnafn vegna erfða felur í sér ójafnræði milli þeira sem hafa þessi réttindi og þeirra sem hafa þau ekki,“ eins og segir í greinargerðinni.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir.Bent er á að erlendum ríkisborgurum sem fái íslenskt ríkisfang sé tryggður sá sjálfsagði réttur að halda sínu nafni og ættarnafni. Enda sé litið á það sem stóran hlut af sjálfsmynd manneskju að bera nafn. „Þannig bætist við annar hópur sem hefur rétt til að bera ættarnöfn við þann sem hefur þennan rétt vegna erfða. Eftir situr hópur fólks sem hefur ekki þessi réttindi og þarf að sækja hann fyrir dómstólum.“ Þá er lögð áhersla á að ákvæði núgildandi laga um kvenmanns- og karlmannsnöfn séu tímaskekkja sem þurfi að laga. „Það er ekki hlutverk löggjafans að skilgreina hvað eru kvennmannsnöfn og hvað karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleikan niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni.“ Vísa þingmennirnir til máls Blævar Bjarkardóttur sem í ársbyrjun 2013 fékk leyfi til að heita nafninu sem hún ber í dag. Var það mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær væri ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni. „Þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpi þessu eru í anda niðurstöðu þessa dóms. Hagsmunir einstaklinga af því að fá að heita nafninu sínu eru ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að fólk fái ekki að heita nafninu sínu.“ Frumvarpið og greinargerðina má sjá hér að neðan (DOC)
Tengdar fréttir Hægt að heita sama nafni og lögregluhundurinn Rex Mannanafnanefnd hefur samþykkt sex ný eiginnöfn og eitt nýtt millinafn. 4. nóvember 2014 17:59 Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá Ragnar Aðalsteinsson segir Íslendingum mismunað eftir uppruna, sumir fá að heita erlendum nöfnum en aðrir ekki. 3. júlí 2014 14:08 Jón Gnarr fær ekki að heita bara Jón Gnarr „Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“ 26. ágúst 2014 13:36 "Þá getum við fagnað almennilega" Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. 1. febrúar 2013 13:15 Kamal, Póri og Mark en ekki Sveinnóli Mannanafnanefnd hafnaði tíu af fimmtán erindum sem til hennar bárust. 20. október 2014 13:47 „Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Jón Gnarr fjallar um mannanafnanefnd: „Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ 7. júlí 2014 16:17 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Hægt að heita sama nafni og lögregluhundurinn Rex Mannanafnanefnd hefur samþykkt sex ný eiginnöfn og eitt nýtt millinafn. 4. nóvember 2014 17:59
Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá Ragnar Aðalsteinsson segir Íslendingum mismunað eftir uppruna, sumir fá að heita erlendum nöfnum en aðrir ekki. 3. júlí 2014 14:08
Jón Gnarr fær ekki að heita bara Jón Gnarr „Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“ 26. ágúst 2014 13:36
"Þá getum við fagnað almennilega" Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. 1. febrúar 2013 13:15
Kamal, Póri og Mark en ekki Sveinnóli Mannanafnanefnd hafnaði tíu af fimmtán erindum sem til hennar bárust. 20. október 2014 13:47
„Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Jón Gnarr fjallar um mannanafnanefnd: „Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ 7. júlí 2014 16:17
Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53