Vextir svona háir af því að þjóðin sparar ekki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 10:38 Pétur segir alla umræðu snúast um skuldara. Vísir / Vilhelm „Ég er enn þessarar skoðunnar en það sem vantar á Íslandi er sparnaður,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður aðspurður um hvort hann sé enn þeirrar skoðunar að tveggja prósenta vextir á verðtryggð lán séu hæfilegir. Það sé hinsvegar ekki raunhæft í núverandi stöðu. „Það eru alltof margir sem vilja eyða en alltof fáir sem vilja spara. Þess vegna eru vextirnir svona háir.“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, rifjaði upp ummæli Péturs frá því í Vísi árið 1978 á Facebook-síðu sinni í gær. Þar spurði hann af hverju Pétur hafi ekki barist fyrir því að verðtryggðir vextir séu ekki hærri en tvö prósent. Pétur segist hafa barist fyrir auknum sparnaði, sem sé forsenda lægri vaxta. „Miðað við hvað þjóðin er eyðslugráðug og lítið gefin fyrir að spara, þá situr hún uppi með háa raunvexti,“ segir Pétur. „Ég bendi fólki sem finnst raunvextir vera háir á að endilega fara að spara og njóta vaxtanna.“ Vextir á verðtryggðum lánum eru um og yfir fjögur prósent. Pétur segir umræðuna síðustu árin hafa snúist um skuldir en ekki sparifjáreigendur. „Öll umræðan á Íslandi snýst alltaf um skuldara. Það eru skuldir útgerðanna, það eru skuldir heimila, skuldir landbúnaðarins og skuldir þetta og hitta. Það er alltaf verið að leysa vanda skuldara en enginn kvakar yfir því þó að sparifjáreigendur séu að tapa,“ segir hann. Hann segir að kvatinn til að spara hafi horfið þegar skattar voru hækkaðir a nafnvexti. Er það þá ekki eitthvað sem Alþingi þarf að breyta? „Ég hef barist fyrir því en menn eru alltaf að hugsa um skuldarana,“ segir hann. Alþingi Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira
„Ég er enn þessarar skoðunnar en það sem vantar á Íslandi er sparnaður,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður aðspurður um hvort hann sé enn þeirrar skoðunar að tveggja prósenta vextir á verðtryggð lán séu hæfilegir. Það sé hinsvegar ekki raunhæft í núverandi stöðu. „Það eru alltof margir sem vilja eyða en alltof fáir sem vilja spara. Þess vegna eru vextirnir svona háir.“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, rifjaði upp ummæli Péturs frá því í Vísi árið 1978 á Facebook-síðu sinni í gær. Þar spurði hann af hverju Pétur hafi ekki barist fyrir því að verðtryggðir vextir séu ekki hærri en tvö prósent. Pétur segist hafa barist fyrir auknum sparnaði, sem sé forsenda lægri vaxta. „Miðað við hvað þjóðin er eyðslugráðug og lítið gefin fyrir að spara, þá situr hún uppi með háa raunvexti,“ segir Pétur. „Ég bendi fólki sem finnst raunvextir vera háir á að endilega fara að spara og njóta vaxtanna.“ Vextir á verðtryggðum lánum eru um og yfir fjögur prósent. Pétur segir umræðuna síðustu árin hafa snúist um skuldir en ekki sparifjáreigendur. „Öll umræðan á Íslandi snýst alltaf um skuldara. Það eru skuldir útgerðanna, það eru skuldir heimila, skuldir landbúnaðarins og skuldir þetta og hitta. Það er alltaf verið að leysa vanda skuldara en enginn kvakar yfir því þó að sparifjáreigendur séu að tapa,“ segir hann. Hann segir að kvatinn til að spara hafi horfið þegar skattar voru hækkaðir a nafnvexti. Er það þá ekki eitthvað sem Alþingi þarf að breyta? „Ég hef barist fyrir því en menn eru alltaf að hugsa um skuldarana,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira