„Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:44 Eldur Ólafsson forstjóri og stofnandi Amaroq. Vísir Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira