Enski boltinn

Wenger leggur til að sprotadómarar fái stól og góða bók

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki stuðningsmaður þess að vera með dómara fyrir aftan mörkin ef marka má nýleg ummæli hans.

„Ég veit ekki hvað þeir eru að gera þessir dómarar á bak við mörkin. Enn síður veit ég hvað þeir fá borgað fyrir. Ég held að það væri best að láta þá fá stól og góða bók," sagði Arsene Wenger á blaðamannafundi fyrir leik Arsenal og Swansea sem fram fer í Wales um helgina.

Wenger er eflaust eitthvað pirraður eftir hrun sinna manna í Meistaradeildinni í vikunni þar sem Arsenal-liðið missti niður 3-0 forystu á móti belgíska félaginu Anderlecht.

Wenger taldi að fyrsta mark belgíska liðsins hafi ekki átt að standa en það kom Anderlecht-liðinu inn í leikinn.

Michel Platini, forseti UEFA og landi Wenger, hefur verið ánægður með þessa tilraun UEFA að bæta við dómurum á endalínuna en sitt sýnist hverjum um notagildi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×