Íslenski boltinn

Guðjón Árni aftur til Keflavíkur | Gerði tveggja ára samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Árni ásamt Þorsteini Magnússyni, formanni Keflavíkur.
Guðjón Árni ásamt Þorsteini Magnússyni, formanni Keflavíkur. Mynd/Víkurfréttir
Guðjón Árni Antoníusson er genginn í raðir Keflavíkur á ný, en bakvörðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík í dag. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Þar kemur einnig fram að Guðjón muni ekki einungis leika með Keflvíkingum, heldur muni hann einnig sinna starfi styrktarþjálfara hjá liðinu.

Guðjón hefur leikið með FH síðastliðin þrjú ár og var um tíma fyrirliði liðsins. Hann varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu 2012, en hann hefur verið mikið frá á undanförnum árum vegna höfuðmeiðsla.

Guðjón fylgir þar með í fótspor Hólmar Arnar Rúnarssonar sem færði sig einnig um set úr Hafnarfirðinum og til Keflavíkur eftir tímabilið.

Keflavík endaði í 8. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili, en liðið ætlar sér eflaust mun stærri hluti á komandi tímabili.


Tengdar fréttir

Keflvíkingar vilja fá tvo syni heim úr FH

Keflvíkingar hafa áhuga á því að fá Guðjón Árna Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson aftur heim til Keflavíkur en þeir hafa spilað síðustu tímabil með FH. Þetta er haft eftir Kristjáni Guðmundsson, þjálfara liðsins, í frétt á fótbolta.net í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×