Fótbolti

Sara lagði upp sigurmark Rosengård

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk stóð fyrir sínu í Meistaradeildinni í dag.
Sara Björk stóð fyrir sínu í Meistaradeildinni í dag. Vísir/Valli
Rosengård bar sigurorð af Fortuna Hjorring í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Sænsku meistararnir komust yfir á 12. mínútu með marki þýsku landsliðskonunnar Önju Mittag.

Sofie Pedersen jafnaði metin fyrir danska liðið á 56. mínútu en tíu mínútum síðar skoraði hin þýska Katrin Schmidt sigurmark Rosengård eftir sendingu frá Söru Björk Gunnarsdóttur. Íslenska landsliðskonan lék allan leikinn fyrir Rosengård, en hún er fyrirliði liðsins.

Lokatölur 2-1, Rosengård í vil. Seinni leikurinn fer fram í Danmörku á fimmtudaginn.




Tengdar fréttir

Sara Björk spilaði í sextánda sigrinum

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn í stórsigri Rosengård á AIK í lokaleik sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Sara Björk með stoðsendingu í enn einum sigri Rosengård

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Rosengård fögnuðu enn einum sigrunum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 4-1 útisigur á Vittsjö. Rosengård er fyrir nokkru búið að tryggja sér sænska meistaratitilinn.

Íslensk drottning í Rósagarðinum

Sara Björk Gunnarsdóttir tók við Svíþjóðarbikarnum um helgina sem fyrirliði FC Rosengård en hún hefur þrisvar orðið meistari á fyrstu fjórum árum sínum í atvinnumennskunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×