Hulkenberg áfram hjá Force India Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. október 2014 22:30 Nico Hulkenberg verður áfram í litum Force India. Vísir/Getty Nico Hulkenberg verður áfram ökumaður Force India liðsins í formúlu 1 á næsta tímabili. Staðfesting kom frá liðinu og ökumanninum í gær. Þýski ökumaðurinn kom aftur til liðsins fyrir yfirstandandi tímabil eftir stutt stopp hjá Sauber. Hann er nú í áttunda sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með 76 stig, fimm stigum meira en Felipe Massa. Hulkenberg hefur átt gott tímabil og náð í stig í 13 af 16 keppnum hingað til. „Það er gott að staðfesta hvar ég verð á næsta ári. Ég þekki liðið mjög vel og hef átt frábært ár og náð góðum úrslitum,“ sagði Hulkenberg. „Liðið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og ég hef trú á því að við verðum áfram í baráttunni á næsta ári. Við eigum gott samband við Mercedes og allir innan liðsins hafa drifkraft í að gera meira,“ sagði ökumaðurinn. Liðsstjóri Force India Vijay Mallya segist stoltur að hafa „einn af þeim bestu“ í bíl sínum. „Við þekkjum hann mjög vel, hann er sannur keppnismaður og kann að drífa aðra í liðinu með sér. Ég er sannfærður um að hann sé einn efnilegasti ökumaðurinn í formúlu 1 og ég er stoltur af því að hafa hann áfram í litum Sahara Force India,“ sagði Mallya. Orðrómur hafði verið á kreiki um að Hulkenberg fengi hugsanlega tækifæri hjá einu af stærstu liðunum. Það er nú ljóst að svo verður ekki í nánustu framtíð. Hann er greinilega kátur hjá Force India. Línur eru að skýrast á ökumannsmarkaðnum en þó er stórum spurningum enn ósvarað. Hvar verður Fernando Alonso til dæmis? Það má ekki gleymast að í heimi formúlu 1 eru það ekki bara bílarnir sem eru snöggir. Breytingar á liðsskipan geta gerst ískyggilega hratt. Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi þróun mála. Formúla Tengdar fréttir Framtíð Fernando Alonso í óvissu Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár. 16. október 2014 07:30 Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 McLaren með stóra uppfærslu Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren segir að liðið muni mæta til keppni í Abú Dabí með mikið uppfærðan bíl. 16. október 2014 22:45 Marchionne: Ferrari þarf að taka áhættur Nýr framkvæmdastjóri Ferrari, Sergio Marchionne segir að Ferrari þurfi að taka áhættur og standa sig til að komast aftur á toppinn. 19. október 2014 23:00 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Hulkenberg verður áfram ökumaður Force India liðsins í formúlu 1 á næsta tímabili. Staðfesting kom frá liðinu og ökumanninum í gær. Þýski ökumaðurinn kom aftur til liðsins fyrir yfirstandandi tímabil eftir stutt stopp hjá Sauber. Hann er nú í áttunda sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með 76 stig, fimm stigum meira en Felipe Massa. Hulkenberg hefur átt gott tímabil og náð í stig í 13 af 16 keppnum hingað til. „Það er gott að staðfesta hvar ég verð á næsta ári. Ég þekki liðið mjög vel og hef átt frábært ár og náð góðum úrslitum,“ sagði Hulkenberg. „Liðið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og ég hef trú á því að við verðum áfram í baráttunni á næsta ári. Við eigum gott samband við Mercedes og allir innan liðsins hafa drifkraft í að gera meira,“ sagði ökumaðurinn. Liðsstjóri Force India Vijay Mallya segist stoltur að hafa „einn af þeim bestu“ í bíl sínum. „Við þekkjum hann mjög vel, hann er sannur keppnismaður og kann að drífa aðra í liðinu með sér. Ég er sannfærður um að hann sé einn efnilegasti ökumaðurinn í formúlu 1 og ég er stoltur af því að hafa hann áfram í litum Sahara Force India,“ sagði Mallya. Orðrómur hafði verið á kreiki um að Hulkenberg fengi hugsanlega tækifæri hjá einu af stærstu liðunum. Það er nú ljóst að svo verður ekki í nánustu framtíð. Hann er greinilega kátur hjá Force India. Línur eru að skýrast á ökumannsmarkaðnum en þó er stórum spurningum enn ósvarað. Hvar verður Fernando Alonso til dæmis? Það má ekki gleymast að í heimi formúlu 1 eru það ekki bara bílarnir sem eru snöggir. Breytingar á liðsskipan geta gerst ískyggilega hratt. Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi þróun mála.
Formúla Tengdar fréttir Framtíð Fernando Alonso í óvissu Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár. 16. október 2014 07:30 Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 McLaren með stóra uppfærslu Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren segir að liðið muni mæta til keppni í Abú Dabí með mikið uppfærðan bíl. 16. október 2014 22:45 Marchionne: Ferrari þarf að taka áhættur Nýr framkvæmdastjóri Ferrari, Sergio Marchionne segir að Ferrari þurfi að taka áhættur og standa sig til að komast aftur á toppinn. 19. október 2014 23:00 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Framtíð Fernando Alonso í óvissu Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár. 16. október 2014 07:30
Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30
Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00
McLaren með stóra uppfærslu Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren segir að liðið muni mæta til keppni í Abú Dabí með mikið uppfærðan bíl. 16. október 2014 22:45
Marchionne: Ferrari þarf að taka áhættur Nýr framkvæmdastjóri Ferrari, Sergio Marchionne segir að Ferrari þurfi að taka áhættur og standa sig til að komast aftur á toppinn. 19. október 2014 23:00
Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45