Körfubolti

Jón Arnór og félagar unnu aftur í Euroleague

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Anton
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska liðinu Unicaja Malaga byrja vel í Euroleague, Meistaradeild Evrópu í körfuboltanum, en þeir unnu þriggja stiga sigur á þýska liðinu ALBA Berlin, 87-84, í æsispennandi leik á Spáni í kvöld.

Jón Arnór skoraði fjögur stig á fjórtán mínútum en hann var einnig með tvær fiskaðar villur og eina stoðsendingu. Jón Arnór hitti úr báðum tveggja stiga skotum sínum en klikkaði á báðum þriggja stiga skotunum.

Kostas Vasileidadis var hetja spænska liðsins í kvöld en hann skoraði sigurkörfuna á lokasekúndum leiksins en hún kom með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna.

Ryan Toolson var stigahæstur í liði Unicaja Malaga með 13 stig en þeir Jayson Granger og Mindaugas Kuzminskas voru báðir með 12 stig.

Unicaja Malaga vann 78-63 sigur á króatíska liðinu Cedevita Zagreb í fyrstu umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×