UFC 179: Mendes vill hefnd Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. október 2014 21:30 Í kvöld fer UFC 179 fram í beinni á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Jose Aldo og Chad Mendes mætast. Bardagamennirnir öttu kappi í janúar 2012 en þá sigraði Jose Aldo hinn bandaríska Chad Mendes með rothöggi þegar ein sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Nú getur Mendes hefnt fyrir hans eina tap á ferlinum. Sigurinn var að vissu leiti umdeildur þar sem Aldo greip í búrið sem hjálpaði honum að verjast fellu Mendes. Skömmu síðar rotaði Aldo Mendes. Jose Aldo hefur varið fjaðurvigtarbelti sitt í átta skipti og er ósigraður í UFC. Aldo þykir einn allra besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, og hefur ekki lent í teljandi vandræðum með að verja beltið sitt í UFC. Hann er með virkilega gott Muay Thai og eru spörkin hans með þeim betri í bransanum. Af 24 sigrum hans hafa 14 komið eftir rothögg. Vandamálið hjá Aldo er að svo virðist sem niðurskurðurinn sé of erfiður fyrir hann en hann þykir stór í fjaðurvigtinni. Þannig hefur hann eilítið fjarað út í seinni lotum bardagans vegna þreytu og á Chad Mendes mestu möguleika á sigri nái hann að draga bardagann í seinni loturnar. Chad Mendes er verulega sterkur glímumaður. Hann átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann var tvisvar meðal átta efstu á landsvísu í efstu deild. Eftir tapið gegn Aldo hefur Mendes verið óstöðvandi og sigrað fimm bardaga í röð og þar af fjóra með rothöggi. Mendes æfir hjá Team Alpha Male og Jose Aldo hjá Nova Uniao. Þetta verður í sjötta sinn sem þessi lið mætast um titil í UFC en aðeins einu sinni hefur Team Alpha Male haft betur. Það átti sér stað fyrr á þessu ári þegar TJ Dillashaw sigraði góðvin Jose Aldo, Renan Barao, eftir rothögg í 5. lotu. Takist Mendes að taka titil Aldo verða allir UFC meistararnir bandarískir. Mendes á mestu möguleika á sigri ef hann notar fellurnar sínar og dregur Aldo í seinni lotur bardagans. Aldo er hættulegastur í fyrstu tveimur lotunum og takist Mendes að lifa þær af er aldrei að vita nema hvort við fáum nýjan fjaðurvigtarmeistara. Nánar má lesa um meistarann Jose Aldo hér. UFC 179 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. MMA Tengdar fréttir Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00 McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Í kvöld fer UFC 179 fram í beinni á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Jose Aldo og Chad Mendes mætast. Bardagamennirnir öttu kappi í janúar 2012 en þá sigraði Jose Aldo hinn bandaríska Chad Mendes með rothöggi þegar ein sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Nú getur Mendes hefnt fyrir hans eina tap á ferlinum. Sigurinn var að vissu leiti umdeildur þar sem Aldo greip í búrið sem hjálpaði honum að verjast fellu Mendes. Skömmu síðar rotaði Aldo Mendes. Jose Aldo hefur varið fjaðurvigtarbelti sitt í átta skipti og er ósigraður í UFC. Aldo þykir einn allra besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, og hefur ekki lent í teljandi vandræðum með að verja beltið sitt í UFC. Hann er með virkilega gott Muay Thai og eru spörkin hans með þeim betri í bransanum. Af 24 sigrum hans hafa 14 komið eftir rothögg. Vandamálið hjá Aldo er að svo virðist sem niðurskurðurinn sé of erfiður fyrir hann en hann þykir stór í fjaðurvigtinni. Þannig hefur hann eilítið fjarað út í seinni lotum bardagans vegna þreytu og á Chad Mendes mestu möguleika á sigri nái hann að draga bardagann í seinni loturnar. Chad Mendes er verulega sterkur glímumaður. Hann átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann var tvisvar meðal átta efstu á landsvísu í efstu deild. Eftir tapið gegn Aldo hefur Mendes verið óstöðvandi og sigrað fimm bardaga í röð og þar af fjóra með rothöggi. Mendes æfir hjá Team Alpha Male og Jose Aldo hjá Nova Uniao. Þetta verður í sjötta sinn sem þessi lið mætast um titil í UFC en aðeins einu sinni hefur Team Alpha Male haft betur. Það átti sér stað fyrr á þessu ári þegar TJ Dillashaw sigraði góðvin Jose Aldo, Renan Barao, eftir rothögg í 5. lotu. Takist Mendes að taka titil Aldo verða allir UFC meistararnir bandarískir. Mendes á mestu möguleika á sigri ef hann notar fellurnar sínar og dregur Aldo í seinni lotur bardagans. Aldo er hættulegastur í fyrstu tveimur lotunum og takist Mendes að lifa þær af er aldrei að vita nema hvort við fáum nýjan fjaðurvigtarmeistara. Nánar má lesa um meistarann Jose Aldo hér. UFC 179 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.
MMA Tengdar fréttir Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00 McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00
McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30