Erlent

Spennandi forsetakosningar í Brasilíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dilma Rousseff, forseti landsins, etur kappi við Aecio Neves.
Dilma Rousseff, forseti landsins, etur kappi við Aecio Neves. Vísir/Getty
Önnur umferð forsetakosninganna í Brasilíu fer fram í dag. Meira en 140 milljónir eru á kjörskrá.

Dilma Rousseff, forseti landsins, etur þar kappi við Aecio Neves. Kosningarnar eru mjög tvísýnar en nýjustu skoðanakannanir hafa sýnt Rousseff með ögn meira fylgi en Neves.

Báðir frambjóðendurnir hafa lagt áherslu á að bæta efnahag landsins og auka samkeppnishæfni Brasilíu á alþjóðavettvangi.

Frambjóðendurnir höfða þó ekki til sama hóps Brasilíumanna. Rousseff er afar vinsæl á meðal lægri stétta landsins vegna áherslu hennar á að bæta velferðarkerfið.

Efri stéttin er svo hallari undir Neves sem er mikill bandamaður atvinnulífsins.

Fréttaskýrendur telja því að úrslitin muni ráðast á atkvæðum millistéttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×