Bíó og sjónvarp

Einstaklega flott stuttmynd tekin upp á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Stuttmyndin er tekin upp á Íslandi.
Stuttmyndin er tekin upp á Íslandi. Skjáskot
Stuttmyndin Ambition sem gerð er af leikstjóranum Tomek Baginksi í samstarfi við Evrópsku geimferðastofnunina, fjallar um verkefni geimfars ESA, Rosettu. Sem skotið var á loft árið 2004. Myndin var tekin upp á Íslandi og framleidd í Póllandi.

Í stuttmyndinni sem gerist í fjarlægri framtíð á annarri plánetu, eru ung kona og lærimeistari hennar að reyna að skapa sólkerfi úr auðn. Lærimeistarinn er leikinn af Aiden Gillen, sem flestir Íslendingar ættu að kannast við sem Little Finger eða Lord Baelish úr Game of Thrones.

Þau tala um að Rosetta hafi varpað ljósi á mögulegan uppruna vatns og lífs á jörðinni, en vangaveltur eru uppi um að vatn hafi komið til jarðarinnar með halastjörnum og jafnvel líf einnig.

Óhætt er að segja að stuttumynd sé einstaklega flott en hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni „Sci-Fi: Days of Fear and Wonder“ í London í síðustu viku.

Reynt verður að varpa lenda könnunarfarinu Philea úr geimfarinu Rosettu og láta það lenda á halastjörnunni 67P/Chuyumov Gerasimenko þann 12. nóvember næstkomandi.

Skjáskot

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×