Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Ég lærði mikið af Loga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson, snéri aftur í sitt gamla félag eftir lærdómsrík ár í Noregi. Hann sér ekki eftir því í dag því um síðustu helgi stýrði hann Stjörnunni til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Arnar Björnsson heimsótti Rúnar Pál í vikunni og gerði um hann innslag fyrir Sunnudagsíþróttapakkann í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Rúnar Páll hóf ferilinn sinn hjá Stjörnunni og lék með liðinu undir stjórn Jóhannesar Atlasonar í 1. deildinni sumarið 1991. Hann lék með Stjörnunni lengst af á ferlinum fyrir utan að hann var eitt ár í Fram.

Þegar Arnór Guðjohnsen hætti sem þjálfari Stjörnunnar árið 2002 tók Rúnar Páll við liðinu ásamt Valdimari Kristóferssyni. „Ég kunni ekkert að þjálfa og það var glórulaust að taka þetta að mér 28 eða 29 ára," sagði Rúnar Páll í viðtalinu við Arnar.

„Ég náði samt alveg ágætis árangri því við vorum stutt frá því að fara upp fyrstu tvö árin. 2003 meiðist ég aftur og hætti algjörlega í fótbolta. Ég fór þá bara að sinna vinnu, fjölskyldu og öðru slíku. Síðan spilaði ég með HK í úrvalsdeildinni 2007 því ég ætlaði að enda ferilinn í úrvalsdeild en ekki 1. deild," segir Rúnar Páll brosandi.

Það má sjá allt innslag Arnars um Rúnar Pál með því að smella á myndbandstengilinn hér fyrir ofan. Þar ræðir Rúnar Páll meðal annars um það hvernig það atvikaðist að hann kom aftur í Stjörnuna og segir frá því hvað hann lærði mikið af Loga Ólafssyni sem þjálfaði Stjörnuliðið á undan honum.


Tengdar fréttir

Stjörnumenn duglegir að senda Scholz Snapchat-skilaboð

Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, er í 21 árs landsliðshópi Dana sem mætir Íslandi í umspili um sæti í lokaúrslitum EM. Hann gladdist mikið yfir Íslandsmeistartitli sinna gömlu félaga.

Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu

Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína

FH og Stjarnan fengu bæði sekt

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið yfir eftirmála úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildarinnar og var ákveðið að sekta bæði félögin. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×