Fótbolti

„Eriksen verður að taka gagnrýni“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Eriksen í leiknum í gær.
Christian Eriksen í leiknum í gær. Vísir/AFP
Landsliðsþjálfari Dana segir að Christian Eriksen hafi ekki verið upp á sitt besta að undanförnu, hvorki með danska landsliðinu né Tottenham.

Danmörk tapaði í gær fyrir Portúgal, 1-0, og var þjálfarinn Morten Olsen hreinskilinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum danska knattspyrnusambandsins í morgun.

„Þetta er harður heimur. Hann er ekki lengur hjá Ajax að þróa sinn leik. Ég veit að hann er aðeins 22 ára gamall en hann hefur verið í landsliðinu í fjögur ár.“

„Hann átti frábært tímabil með Tottenham í fyrra og miðað við hans getu verður hann að geta tekið gagnrýninni líka. Og það gerir hann.“

„Ég tel að hann hafi ekki heldur komist í gang hjá Tottenham. Hann er þó afar duglegur og sinnir varnarvinnunni vel. En hann verður að laga mistökin sín.“

„Hann er frábær drengur og góður atvinnumaður. En hann hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og ekki í síðustu þremur leikjum okkar. Við sáum í gær að Pierre-Emile Höjbjerg og William Kvist stjórnuðu miðjuspilinu. Það hefði Christian Eriksen átt að gera líka.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×