Framtíð Fernando Alonso í óvissu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. október 2014 07:30 Framtíð Alonso enn óljós en hann er líklegast að fara til McLaren. Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár. Alonso er á förum frá Ferrari liðinu svo mikið virðist víst. Hann hefur verið orðaður við fjölda liða og leiða til að verja tíma sínum á næsta ári. Rifjaðar hafa verið upp áætlanir hans um að stofna hjólalið, slíkt virðist þó ekki vera á dagskrá Spánverjans. „Það eru ekki miklar líkur á því,“ sagði Alonso þegar hann var spurður hvort hann yrði bíllaus á næsta ári. „Eins og ég sagði á Suzuka þá skil ég forvitnina og að aðdáendur vilji fá fréttir, en engar áhyggjur. Slakið á og njótið, þegar tíminn er réttur fáið þið að vita,“ sagði ökumaðurinn. „Ég ákvað mig fyrir um tvem til þrem mánuðum. Þegar þið fáið að vita þá skiljið þið að það var kannski frekar augljóst hvað ég mun gera,“ bætti hann við. Þetta þykir gefa byr fréttum um að Alonso fari til McLaren. Hann hefur verið sterklega orðaður við breska stórveldið. Alonso virðist hafa útilokað nýjasta orðróminn um að hann ætli að endurreisa Lotus liðið, hugsanlega með því að reka liðið sjálfur að hluta. Lotus fær Mercedes vélar á næsta ári en Alonso sagði síðustu helgi að hann myndi „sennilega ekki“ nota Mercedes vél 2015.Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari staðfesti í dag að Alonso væri á förum frá liðinu. Montezemolo segir tvær ástæður fyrir brotthvarfi Alonso. „Það eru tvær ástæður fyrir brottför Fernando. Í fyrsta lagi, þá vill hann annað umhverfi. Í öðru lagi þá er hann kominn á þann aldur að hann getur ekki beðið eftir að vinna aftur,“ sagði Montezemolo. Sæti Alonso hjá Ferrari tekur ríkjandi fjórfaldur heimsmeistari Sebastian Vettel sem ekur fyrir Red Bull út tímabilið. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04 Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur. 14. október 2014 13:30 Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár. Alonso er á förum frá Ferrari liðinu svo mikið virðist víst. Hann hefur verið orðaður við fjölda liða og leiða til að verja tíma sínum á næsta ári. Rifjaðar hafa verið upp áætlanir hans um að stofna hjólalið, slíkt virðist þó ekki vera á dagskrá Spánverjans. „Það eru ekki miklar líkur á því,“ sagði Alonso þegar hann var spurður hvort hann yrði bíllaus á næsta ári. „Eins og ég sagði á Suzuka þá skil ég forvitnina og að aðdáendur vilji fá fréttir, en engar áhyggjur. Slakið á og njótið, þegar tíminn er réttur fáið þið að vita,“ sagði ökumaðurinn. „Ég ákvað mig fyrir um tvem til þrem mánuðum. Þegar þið fáið að vita þá skiljið þið að það var kannski frekar augljóst hvað ég mun gera,“ bætti hann við. Þetta þykir gefa byr fréttum um að Alonso fari til McLaren. Hann hefur verið sterklega orðaður við breska stórveldið. Alonso virðist hafa útilokað nýjasta orðróminn um að hann ætli að endurreisa Lotus liðið, hugsanlega með því að reka liðið sjálfur að hluta. Lotus fær Mercedes vélar á næsta ári en Alonso sagði síðustu helgi að hann myndi „sennilega ekki“ nota Mercedes vél 2015.Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari staðfesti í dag að Alonso væri á förum frá liðinu. Montezemolo segir tvær ástæður fyrir brotthvarfi Alonso. „Það eru tvær ástæður fyrir brottför Fernando. Í fyrsta lagi, þá vill hann annað umhverfi. Í öðru lagi þá er hann kominn á þann aldur að hann getur ekki beðið eftir að vinna aftur,“ sagði Montezemolo. Sæti Alonso hjá Ferrari tekur ríkjandi fjórfaldur heimsmeistari Sebastian Vettel sem ekur fyrir Red Bull út tímabilið.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04 Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur. 14. október 2014 13:30 Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04
Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur. 14. október 2014 13:30
Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00
Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00
Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45