Fótbolti

Meistaradeildin áfram sýnd á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, og Ruth Romero, frá TEAM, samstarfsaðila Knattspyrnusambands Evrópu.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, og Ruth Romero, frá TEAM, samstarfsaðila Knattspyrnusambands Evrópu.
365 hefur áfram tryggt sér sýningarrétt að leikjum Meistaradeildar Evrópu og Evrópukeppni UEFA næstu fjögur árin.

Þetta var tilkynnt í dag en samningurinn gildir frá 2015 til 2018. Allt að átta leikir í Meistaradeild Evrópu verða sýndir í hverri viku og fjórir í Evrópudeildinni.

„Meistaradeildin hefur verið eitt af flaggskipum íþróttastöðva okkar undanfarin ár, enda eitt vinsælasta íþróttaefni í heiminum.  Með þessum samningi enn eitt tímabilið erum við að festa okkur enn frekar í sessi meðal fremstu íþróttastöðva í heimi þegar kemur að framboði á íþróttaefni,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 miðla.

Meistaradeildin hefur verið sýnd hjá 365 og forverum þess undanfarin 20 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×