Fótbolti

Stemningin á Laugardalsvelli verður seint toppuð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr myndbandi Trausta.
Skjáskot úr myndbandi Trausta.
Fjölmargir hafa lýst aðdáun sinni á frammistöðu áhorfenda á viðureign Íslands og Hollands í undankeppni EM á mánudaginn. Leiknum lauk með 2-0 sigri okkar manna eins og frægt er orðið.

Er það mál manna að sjaldan ef nokkurn tímann hafi stemningin á meðal áhorfenda verið betri. Trausti Gylfason hefur birt myndband sem sýnir stuðið í seinni hálfleik þegar stuðningsmenn í stúkunum tveimur kölluðust á.

Stuðningssveitin Tólfan kallar „Áfram Ísland“ og stuðningsmenn í vesturstúkunni svara um hæl. Svo kallast fólkið á fram og til baka. Stemningin á mánudaginn var frábær og verður fróðlegt að sjá hvort landsmenn geti haldið uppteknum hætti í næsta heimaleik gegn Tékkum þann 12. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×