Íslenski boltinn

Veðbankar spá öruggum sigri FH á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pablo Punyed og Kassim Doumbia eigast við í fyrri leik liðanna í Garðabænum.
Pablo Punyed og Kassim Doumbia eigast við í fyrri leik liðanna í Garðabænum. vísir/daníel
Það er rétt rúmur sólarhringur þar til flautað verður til leiks á Kaplakrikavelli þar sem FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu.

Eins og gerist og gengur með alla íþróttaviðburði getur fólk lagt undir á leikinn í von um að græða einhverjar krónur, en Vísir kíkti á stuðlana hjá Lengjunni og nokkrum af helstu veðbönkum heims.

Allir veðbankarnir eru sammála um að FH er sigurstranglegra liðið á morgun, en sexfaldir Íslandsmeistararnir eru vitaskuld á heimavelli á móti Stjörnunni sem hefur aldrei unnið stóran titil í sögu meistaraflokks karla.

FH-ingar geta ekki mikið grætt á sínum mönnum, það er þá helst á Lengjunni hér heima sem býður 1,85 í stuðul á sigur FH-inga. Það er það hæsta af því sem Vísir skoðaði.

Hinir veðbankarnir fjórir; Betsson, Bet365, William Hill og Bwin, eru allir með stuðulinn 1,70 eða lægri á sigur FH-inga og 3,75-3,80 á jafntefli. Lengjan er með 2,85 á jafntefli.

Stjörnumenn geta einnig minnst fengið fyrir peninginn á Lengjunni hafi þeir fulla trú á sínum mönnum. Lengjan setur 3,05 á sigur Stjörnunnar en hinir fjórir eru með 4,00 eða hærra. Það þýðir að hugrakkir Stjörnumenn geta fjórfaldað peninginn sinn á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en lokaumferðin verður svo gerð upp í Pepsi-mörkunum klukkan 21.15 eftir bardaga GunnarsNelson.

Stuðlar veðbankanna:

Lengjan: FH 1.85 2.85 3.05 Stjarnan

Betsson: FH 1.70 3.75 4.25 Stjarnan

Bet365: FH 1.66 3.75 4.00 Stjarnan

William Hill: FH 1.65 3.75 4.00 Stjarnan

Bwin: FH 1.70 3.80 4.00 Stjarnan


Tengdar fréttir

Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug

FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×