Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Taktískt rautt hjá Veigari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
„Ég trúi þessu ekki. Þetta er bara ótrúlegt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson í viðtali við Ásgeir Erlendsson á Stöð 2 Sport.

„Þetta var taktískt,“ sagði hann um rauða spjaldið sem Veigar Páll Gunnarsson í leiknum. „Við höfum aldrei tapað manni færri í sumar,“ sagði hann í léttum dúr.

„Nei, nei. Það er bara frábært að ná að klára þetta þrátt fyrir rauða spjaldið. Stórkostlegt - að vinna FH í Krikanum í lokaleik.“

„Ég reiknaði ekki með þessu fyrir tímabilið. Ég reiknaði með því að verða í topp þremur og komast í Evrópukeppnina. En að fara taplausir í gegnum mótið og vinna með þessum hætti er stórkostlegt víti.“

Rúnar Páll forðaði sér inn í hús þegar Ólafur Karl Finsen tók vítaspyrnuna í uppbótartíma.

„Það var eins og gegn Motherwell. Þá lét mig hverfa. Þetta er bara einhver tilfinning.“

„Silfurskeiðin er svo stórkostleg. Það er frábært að eiga svona stuðningsmenn sem fylgja okkur út um allt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×