Íslenski boltinn

„Ég var bara, Ísland! Vá“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jonathan Glenn, Trínidadinn í liði ÍBV, átti mjög gott sumar og endaði sem næst markahæsti leikmaður deildarinnar, en hann skoraði tólf mörk.

Glenn stundaði nám við háskóla í Bandaríkjunum og lék þar í þriðju deild með liði í Jacksonville áður en ÍBV hafði samband.

„Það var hringt í mig á annan dag jóla og mér sagt að lið á Íslandi hefði áhuga á að fá mig til Íslands. Ég var bara, Ísland! Vá,“ sagði Glenn um aðdraganda þess að hann gekk í raðir Eyjamanna í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Það var alltaf draumur minn að verða atvinnumaður í fótbolta þannig ég ákvað að kýla á þetta,“ sagði Glenn sem byrjaði alls ekki vel í deildinni og voru Eyjamenn taldir hafa keypt köttinn í sekknum.

„Það er ætlast til að sóknarmaður í þessari stöðu skori mörk. Þessari stöðu fylgja þessar væntingar. Alls staðar sem ég hef spilað hef ég sett þá pressu á sjálfan mig,“ sagði Glenn.

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×