Íslenski boltinn

Ólafur þögull um framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, vill ekkert tjá sig um hvort að hann eigi í viðræðum við lið í Pepsi-deild karla.

Samkvæmt heimildum Vísis hafnaði Ólafur nýverið tilboði frá Val um að taka við liðinu en mikil óvissa er um framtíð Magnúsar Gylfasonar hjá félaginu.

Ólafur var einnig sterklega orðaður við KR fyrir ári síðan er útlit var fyrir að Rúnar Kristinsson myndi taka við liði í Noregi. Rúnar er nú aftur orðaður við lið þar í landi.

Ólafur hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með Hauka fyrir ári síðan. Hann vildi ekkert tjá sig um þetta þegar Vísir hafði samband við þetta, né heldur hvort hann teldi líklegt að hann myndi halda aftur út í þjálfun.

„Það verður bara að fá að koma í ljós. Ég er í ágætri vinnu eins og er,“ sagði Ólafur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×