Fótbolti

Stjörnumenn duglegir að senda Scholz Snapchat-skilaboð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Scholz fagnar hér marki með Stjörnuliðinu sumarið 2012.
Alexander Scholz fagnar hér marki með Stjörnuliðinu sumarið 2012. Vísir/Ernir
Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, er í 21 árs landsliðshópi Dana sem mætir Íslandi í umspili um sæti í lokaúrslitum EM.

Magnús Már Einarsson frá vefsíðunni fótbolti.net er út í Danmörku og hann náði viðtali við Scholz en hann spurði hann meðal annars út í Íslandsmeistaratitil Stjörnunnar.

„Ég mjög ánægður fyrir hönd strákanna í Stjörnunni og þetta augljóslega magnað afrek fyrir þá og alla sem eru í kringum félagið. Stjarnan hefur gott orð á sér og það kunna allir að meta Stjörnuna hvert sem þeir fara. Ég er líka mikill aðdáandi og er því mjög ánægður," sagði Alexander Scholz en fylgdist hann með úrslitaleiknum.

„Ég sá ekki leikinn því ég var ekki heima. Ég fylgdist með í símanum því ég fékk mikið af Snapchat-skilaboðum frá strákunum í Silfurskeiðinni og þeim sem voru fyrir utan hóp. Ég sá því allt," sagði Alexander Scholz.

„Ég var mjög ánægður með að sjá þá fagna sigri og hoppaði líka sjálfur af gleði. Ég fór líka strax í það að finna myndir af þeim með bikarinn þegar ég kom aftur heim," sagði Scholz.

„Ég verð samt að viðurkenna að ég var svolítið öfundsjúkur en maður heldur áfram með sitt líf og það eina sem ég get gert er að samgleðjast strákunum. Þetta eru vinir mínir. Þetta er svo stórt afrek þannig að ég get ekki hætt að brosa þegar ég hugsa um þetta," sagði Scholz en það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×