Tilbúinn að skipta á húsinu sínu fyrir iPhone 6 Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. október 2014 12:33 Húsið er illa farið, eins og sjá má á þessum myndum og í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Maður sem á hús í borginni Detroit í Bandaríkjunum hefur heldur betur lækkað verðið á húsinu sínu. Hann er tilbúinn að skipta á því og nýjasta símanum frá Apple, iPhone 6. Húsið verður reyndar seint talið glæsilegt og er í hverfi þar sem ansi mörg önnur hús eru í niðurníðslu. Húsið er í austurhluta borgarinnar. Húsið hefur verið lengi á sölu. Upphaflega vildi eigandinn fá fimm þúsund Bandaríkjadali fyrir húsið, eða rétt rúmlega sex hundruð þúsund krónur. Hann lækkaði verðið á húsinu svo niður í um 360 þúsund krónur. Þrátt fyrir það hefur enginn kaupandi fundist. Eigandinn hefur nú fyrirskipað fasteignasalanum sínum að breyta verðinu á húsinu aftur; úr 360 þúsund krónum í iPhone 6 Plus eða 32 gb iPad. Meira að segja gæti hann verið tilbúinn að „sætta sig við“ hina hefðbundnu útÞó er einn hængur á: Sá sem kaupir húsið þarf að greiða um 720 þúsund krónur í vangoldin fasteignagjöld og skatta. Málið varpar einhverskonar ljósi á þá fjárhagsörðugleika sem margir íbúar Detroit – og borgarsjóður – standa frammi fyrir. Maðurinn sem á húsið er með það á svona góðu tilboði, því borgaryfirvöld hafa hótað að setja húsið á nauðungarsölu innan árs. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Fox News um málið, þar sem meðal annars er rætt við íbúa í nágrenninu sem velta því fyrir sér hvort þeir eigi að leggja fram tilboð í húsið. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Maður sem á hús í borginni Detroit í Bandaríkjunum hefur heldur betur lækkað verðið á húsinu sínu. Hann er tilbúinn að skipta á því og nýjasta símanum frá Apple, iPhone 6. Húsið verður reyndar seint talið glæsilegt og er í hverfi þar sem ansi mörg önnur hús eru í niðurníðslu. Húsið er í austurhluta borgarinnar. Húsið hefur verið lengi á sölu. Upphaflega vildi eigandinn fá fimm þúsund Bandaríkjadali fyrir húsið, eða rétt rúmlega sex hundruð þúsund krónur. Hann lækkaði verðið á húsinu svo niður í um 360 þúsund krónur. Þrátt fyrir það hefur enginn kaupandi fundist. Eigandinn hefur nú fyrirskipað fasteignasalanum sínum að breyta verðinu á húsinu aftur; úr 360 þúsund krónum í iPhone 6 Plus eða 32 gb iPad. Meira að segja gæti hann verið tilbúinn að „sætta sig við“ hina hefðbundnu útÞó er einn hængur á: Sá sem kaupir húsið þarf að greiða um 720 þúsund krónur í vangoldin fasteignagjöld og skatta. Málið varpar einhverskonar ljósi á þá fjárhagsörðugleika sem margir íbúar Detroit – og borgarsjóður – standa frammi fyrir. Maðurinn sem á húsið er með það á svona góðu tilboði, því borgaryfirvöld hafa hótað að setja húsið á nauðungarsölu innan árs. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Fox News um málið, þar sem meðal annars er rætt við íbúa í nágrenninu sem velta því fyrir sér hvort þeir eigi að leggja fram tilboð í húsið.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira