Áfengisfrumvarpið tekið fyrir: „Áfengisstefnan er ennþá sú sama“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. október 2014 18:52 Vilhjálmur segir frjálsa áfengissölu ekki vera lýðheilsumál. Vísir/Anton Byggðasjónarmið ráða því að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að sala á sterku áfengi verði einnig gefin frjáls en ekki bara bjór og léttvín. „Ef að vínbúðir væru aðeins að selja sterkt áfengi væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim á ákveðnum stöðum,“ útskýrði hann á Alþingi í kvöld, þar sem frumvarp hans um frjálsa sölu á áfengi er til umræðu.Sama stefna áfram Þegar er kominn langur listi þingmanna sem ætla að taka þátt í umræðunum. Skiptar skoðanir eru á málinu, líkt og áður, en Vilhjálmur segir í raun enga breytingu verða á stefnu stjórnvalda í áfengismálum verði frumvarpið samþykkt. „Áfengisstefnan er ennþá sú sama en frumvarpið gerir ráð fyrir auknum fjármunum til að framfylgja þeirri stefnu,“ sagði Vilhjálmur sem benti á að ekki er gerð breyting á aldurstakmörkunum vegna sölu áfengis.Furða sig á forgangsröðuninni Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði að umtalsefni forgangsröðun Sjálfstæðismanna en málið er fyrsta þingmannafrumvarpið sem tekið er á dagskrá þingsins. 22 önnur frumvörp frá þingmönnum bíða fyrstu umræðu. „Þó að þetta sé út af fyrir sig mál sem skiptar skoðanir eru um og sjálfsagt að ræða og taka til skoðunar þá tekur maður eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokks skuli gera þetta að einu helsta forgangsmáli sínu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, um þetta. Vilhjálmur sagði að þetta væri forgangsmál og sagði lýðræðislegt að málið fengi umræðu á þingi.Ekki lýðheilsumál Ekki er samstaða um málið í öllum flokkum og eru þeir sumir klofnir í afstöðu sinni. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallaði til að mynda um lýðheilsusjónarmið sem mæli gegn því að leyfa áfengissölu í verslunum. Benti hann á að unglingadrykkja væri með allra minnsta móti hér á landi. Þá gagnrýndi Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, að frumvarpið ætti ekki að ganga til velferðarnefndar, þar sem lýðheilsustefna stjórnvalda væri mörkuð. Vilhjálmur leggur til að frumvarpið fari til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. „Þetta kemur inn á lýðheilsumál en er ekki lýðheilsumál,“ sagði Vilhjálmur sem þó sagðist vilja óska eftir umsögn nefndarinnar. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Byggðasjónarmið ráða því að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að sala á sterku áfengi verði einnig gefin frjáls en ekki bara bjór og léttvín. „Ef að vínbúðir væru aðeins að selja sterkt áfengi væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim á ákveðnum stöðum,“ útskýrði hann á Alþingi í kvöld, þar sem frumvarp hans um frjálsa sölu á áfengi er til umræðu.Sama stefna áfram Þegar er kominn langur listi þingmanna sem ætla að taka þátt í umræðunum. Skiptar skoðanir eru á málinu, líkt og áður, en Vilhjálmur segir í raun enga breytingu verða á stefnu stjórnvalda í áfengismálum verði frumvarpið samþykkt. „Áfengisstefnan er ennþá sú sama en frumvarpið gerir ráð fyrir auknum fjármunum til að framfylgja þeirri stefnu,“ sagði Vilhjálmur sem benti á að ekki er gerð breyting á aldurstakmörkunum vegna sölu áfengis.Furða sig á forgangsröðuninni Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði að umtalsefni forgangsröðun Sjálfstæðismanna en málið er fyrsta þingmannafrumvarpið sem tekið er á dagskrá þingsins. 22 önnur frumvörp frá þingmönnum bíða fyrstu umræðu. „Þó að þetta sé út af fyrir sig mál sem skiptar skoðanir eru um og sjálfsagt að ræða og taka til skoðunar þá tekur maður eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokks skuli gera þetta að einu helsta forgangsmáli sínu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, um þetta. Vilhjálmur sagði að þetta væri forgangsmál og sagði lýðræðislegt að málið fengi umræðu á þingi.Ekki lýðheilsumál Ekki er samstaða um málið í öllum flokkum og eru þeir sumir klofnir í afstöðu sinni. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallaði til að mynda um lýðheilsusjónarmið sem mæli gegn því að leyfa áfengissölu í verslunum. Benti hann á að unglingadrykkja væri með allra minnsta móti hér á landi. Þá gagnrýndi Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, að frumvarpið ætti ekki að ganga til velferðarnefndar, þar sem lýðheilsustefna stjórnvalda væri mörkuð. Vilhjálmur leggur til að frumvarpið fari til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. „Þetta kemur inn á lýðheilsumál en er ekki lýðheilsumál,“ sagði Vilhjálmur sem þó sagðist vilja óska eftir umsögn nefndarinnar.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira