Red Bull þarf að endurgreiða öllum viðskiptavinum sínum 10 dali Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. október 2014 14:55 Red Bull veitir fólki ekki vængi í rauninni. Þeir sem keyptu orkudrykkinn Red Bull í Bandaríkjunum frá 1. janúar 2002 til 3. október á þessu ári, gætu átt inni tíu dali, eða um 1200 krónur, hjá fyrirtækinu sem framleiðir drykkina. Ástæðan er sú að fyrirtækið getur ekki staðið við loforð sitt um að gefa neytendum aukna orku. Ekki þótti sannað að meiri orka kæmi úr Red Bull en venjulegum kaffibolla. Dómsátt náðist á milli lögmanna fyrirtækisins Red Bull GmbH, sem framleiðir orkudrykkina, og lögmanna tveggja hópa viðskiptavina sem fóru fram á bætur vegna loforða fyrirtækisins. Samið var í síðasta mánuði og var greint frá efnisatriðum samningsins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í dag. Þeir sem vilja ekki peninga ættu að geta fengið vörur frá fyrirtækinu að virði 15 dala, sem svarar um 1800 krónum. Alls hljóðar dómsáttin upp á 13 milljónir Bandaríkjadala. Fulltrúar fyrirtækisins neituðu að fyrirtækið hefði gert eitthvað rangt, en sögðust hafa samið til þess að koma í veg fyrir frekari málsókn. Samningurinn verður lagður fyrir dómara sem kveður upp úrskurð um hvort dómsáttin verði samþykkt í maí á næsta ári. Þá hefur fyrirtækið 150 daga til að gera upp við viðskiptavini sína. Þeir sem keyptu Red Bull drykki frá því í janúar árið 2002 hafa fjórar leiðir til þess að sækja um endurgeriðsluna. Þeir geta gert það í gegnum vefinn, í gegnum tölvupóst, með því að senda fyrirtækinu póst eða með því að senda fyrirtækinu fax. Sækja þarf um endurgreiðsluna fyrir 2. mars á næsta ári. Ekki þarf að leggja til kvittun.Engin málaferli hér á landiÖlgerðin sér um innflutning á Red Bull Orkudrykkjum hér á landi. Eins og sjá má hér að neðan hefur slagorðið „Red Bull veitir þér vængi“ á opinberri Twitter-síðu tileinkaðri orkudrykknum hér á landi. Í svörum Ölgerðarinnar kom fram að þar á bæ vissu forsvarsmenn fyrirtækisins ekki um nein málaferli hér á landi vegna notkunar á þessu slagorði.Uppfært klukkan 18.08. Í upphaflegu fréttinni var sagt að málið snérist um að slagorð fyrirtækisins: „Red Bull Gives You Wings“ eða „Red Bull veitir þér vængi“ hafi verið talið villa um fyrir neytendum. Hér að neðan má sjá nokkur tíst frá twitter-síðu Red Bull á Íslandi.Red Bull Gives You Wings #redbulliceland pic.twitter.com/2AUTEkzfq3— Red Bull Iceland (@redbulliceland) December 24, 2013 Frábær dagur til að fara í fallhlífastökk #redbullgivesyouwings #skydive #crazy pic.twitter.com/OqQlm7Z7— Red Bull Iceland (@redbulliceland) September 8, 2012 Tommi Þ. showing what he is made of #redbullgivesyouwings #iceland #parkour pic.twitter.com/HYqgGGsR— Red Bull Iceland (@redbulliceland) August 16, 2012 Red Bull stelpurnar eru á svæðinu að veita vængi ! Varstu búin(n) að hitta á þær ? #klaustur14 #enduro pic.twitter.com/vNi3Kt5Nvn— Red Bull Iceland (@redbulliceland) May 24, 2014 Iceland Winter Games er eftir innan við tvær vikur! Við kiktum norður og veittum Akureyringum vængi #iwg2014 pic.twitter.com/ZOfokd5CW6— Red Bull Iceland (@redbulliceland) February 24, 2014 #RedBullIceland mætt á #RIG14 til að veita vængi ! @ReykjavikIG #RedBullIceland #RedBull pic.twitter.com/vWXDAYAuWp— Red Bull Iceland (@redbulliceland) January 18, 2014 #RedBull Iceland var mætt upp í Bláfjöll til að veita vængi #RIG14 #RedBullIceland pic.twitter.com/yEt7KKsUhw— Red Bull Iceland (@redbulliceland) January 17, 2014 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þeir sem keyptu orkudrykkinn Red Bull í Bandaríkjunum frá 1. janúar 2002 til 3. október á þessu ári, gætu átt inni tíu dali, eða um 1200 krónur, hjá fyrirtækinu sem framleiðir drykkina. Ástæðan er sú að fyrirtækið getur ekki staðið við loforð sitt um að gefa neytendum aukna orku. Ekki þótti sannað að meiri orka kæmi úr Red Bull en venjulegum kaffibolla. Dómsátt náðist á milli lögmanna fyrirtækisins Red Bull GmbH, sem framleiðir orkudrykkina, og lögmanna tveggja hópa viðskiptavina sem fóru fram á bætur vegna loforða fyrirtækisins. Samið var í síðasta mánuði og var greint frá efnisatriðum samningsins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í dag. Þeir sem vilja ekki peninga ættu að geta fengið vörur frá fyrirtækinu að virði 15 dala, sem svarar um 1800 krónum. Alls hljóðar dómsáttin upp á 13 milljónir Bandaríkjadala. Fulltrúar fyrirtækisins neituðu að fyrirtækið hefði gert eitthvað rangt, en sögðust hafa samið til þess að koma í veg fyrir frekari málsókn. Samningurinn verður lagður fyrir dómara sem kveður upp úrskurð um hvort dómsáttin verði samþykkt í maí á næsta ári. Þá hefur fyrirtækið 150 daga til að gera upp við viðskiptavini sína. Þeir sem keyptu Red Bull drykki frá því í janúar árið 2002 hafa fjórar leiðir til þess að sækja um endurgeriðsluna. Þeir geta gert það í gegnum vefinn, í gegnum tölvupóst, með því að senda fyrirtækinu póst eða með því að senda fyrirtækinu fax. Sækja þarf um endurgreiðsluna fyrir 2. mars á næsta ári. Ekki þarf að leggja til kvittun.Engin málaferli hér á landiÖlgerðin sér um innflutning á Red Bull Orkudrykkjum hér á landi. Eins og sjá má hér að neðan hefur slagorðið „Red Bull veitir þér vængi“ á opinberri Twitter-síðu tileinkaðri orkudrykknum hér á landi. Í svörum Ölgerðarinnar kom fram að þar á bæ vissu forsvarsmenn fyrirtækisins ekki um nein málaferli hér á landi vegna notkunar á þessu slagorði.Uppfært klukkan 18.08. Í upphaflegu fréttinni var sagt að málið snérist um að slagorð fyrirtækisins: „Red Bull Gives You Wings“ eða „Red Bull veitir þér vængi“ hafi verið talið villa um fyrir neytendum. Hér að neðan má sjá nokkur tíst frá twitter-síðu Red Bull á Íslandi.Red Bull Gives You Wings #redbulliceland pic.twitter.com/2AUTEkzfq3— Red Bull Iceland (@redbulliceland) December 24, 2013 Frábær dagur til að fara í fallhlífastökk #redbullgivesyouwings #skydive #crazy pic.twitter.com/OqQlm7Z7— Red Bull Iceland (@redbulliceland) September 8, 2012 Tommi Þ. showing what he is made of #redbullgivesyouwings #iceland #parkour pic.twitter.com/HYqgGGsR— Red Bull Iceland (@redbulliceland) August 16, 2012 Red Bull stelpurnar eru á svæðinu að veita vængi ! Varstu búin(n) að hitta á þær ? #klaustur14 #enduro pic.twitter.com/vNi3Kt5Nvn— Red Bull Iceland (@redbulliceland) May 24, 2014 Iceland Winter Games er eftir innan við tvær vikur! Við kiktum norður og veittum Akureyringum vængi #iwg2014 pic.twitter.com/ZOfokd5CW6— Red Bull Iceland (@redbulliceland) February 24, 2014 #RedBullIceland mætt á #RIG14 til að veita vængi ! @ReykjavikIG #RedBullIceland #RedBull pic.twitter.com/vWXDAYAuWp— Red Bull Iceland (@redbulliceland) January 18, 2014 #RedBull Iceland var mætt upp í Bláfjöll til að veita vængi #RIG14 #RedBullIceland pic.twitter.com/yEt7KKsUhw— Red Bull Iceland (@redbulliceland) January 17, 2014
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira