Ísland og Súrinam kalla karla til fundar um jafnréttismál Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 19:30 Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Súrínam Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Súrínam Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira