Sport

Sögulegt snertimark í sigri Chicago | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martellus Bennett var hrikalega öflugur í nótt.
Martellus Bennett var hrikalega öflugur í nótt. vísir/getty
Chicago Bears vann annan leikinn í röð í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt þegar liðið lagði New York Jets, 26-19, í mánudagsleik deildarinnar.

Geno Smith, hinn ungi leikstjórnandi Jets, kastaði boltanum beint í hramm Bjarnanna í öðru leikkerfi leiksins og skilaði bakvörðurinn RyanMundy boltanum í endamarkið eftir 45 sekúndur.

Aldrei áður í sögu 20 ára sögu mánudagsleiksins (e. Monday Night Football) hefur lið skorað snertimark á fyrstu mínútu leiksins, hvað þá þegar það byrjar í vörn. Þetta var 697. leikurinn sem spilaður er á mánudegi þannig svo sannarlega um sögulegt snertimark að ræða.

Smith fann sig betur eftir þetta og spilaði ágætlega, en Chicago komst í 14-0 og átti Smith reyndar eftir að kasta boltanum aftur í hendur gestanna. Hann fékk lokasókn í stöðunni 26-19 til að skora snertimark en tókst ekki ætlunarverkið og fögnuðu Birnirnir því góðum sigri.

Martellus Bennett, innherji Chicago, skoraði bæði snertimörk gestanna í leiknum.

Chicago er búið að vinna tvo leiki og tapa einum, en New York Jets er búið að vinna einn leik og tapa tveimur. Þess bíða nú fjórir erfiðir leikir gegn nokkrum af bestu liðum deildarinnar.

Myndbönd úr leiknum frá NFL.com:

Chicago skorar varnarsnertimark eftir 45 sekúndur

42 metra kast Jay Cutler á Alshawn Jeffrey

Chicago kemst inn í bolta Geno Smith í eigin endamarki

Snertimörk Martellus Bennett

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×