Hvatti þjóðir heimsins til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2014 20:30 Forsætisráðherra Íslands hvatti þjóðir heimsins í dag til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar. Hann segir jafnframt að framlög Íslands til málaflokksins verði aukin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Þar kom meðal annars fram að stefnt sé að því að Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti og treysti þess í stað á endurnýjanlega orkugjafa. „Megin áherslan hjá okkur er að benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orkugjafa og ekki hvað síst jarðvarmans. Þar erum við búin að leggja grunn að bandalagi 50 ríkja varðandi nýtingu jarðvarma og erum nú þegar farin að sjá árangur af þessu í Afríku.“ Þá talaði Sigmundur einnig um áherslur Íslands þegar kemur að landgræðslu , mikilvægi þess að sporna við súrnun sjávar og loks benti hann á aðsteðjandi vandamálum á norðurslóðum sökum hlýnun loftslags. Sigmundur segist hafa fengið góð viðbrögð við ræðu sinni enda hafi Ísland margt og mikið til málanna að leggja þegar kemur að loftlagsbreytingum. „Sérstaklega þessi þekking okkar á sviði endurnýjanlegrar orkugjafa og við vildum miðla þeirri þekkingu. Í því skyni ætlum við við að setja aukið fjármagn, meðan annars í þetta verkefni sem felst í því að gefa löndum í Afríku tækifæri til að byggja upp sína möguleika á nýtingu jarðvarma.“ Sigmundur er bjartsýnn á að leiðtogafundurinn skili tilætluðum árangri, í það minnsta hafi orðræðan verið með þeim hætti í dag. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands hvatti þjóðir heimsins í dag til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar. Hann segir jafnframt að framlög Íslands til málaflokksins verði aukin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Þar kom meðal annars fram að stefnt sé að því að Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti og treysti þess í stað á endurnýjanlega orkugjafa. „Megin áherslan hjá okkur er að benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orkugjafa og ekki hvað síst jarðvarmans. Þar erum við búin að leggja grunn að bandalagi 50 ríkja varðandi nýtingu jarðvarma og erum nú þegar farin að sjá árangur af þessu í Afríku.“ Þá talaði Sigmundur einnig um áherslur Íslands þegar kemur að landgræðslu , mikilvægi þess að sporna við súrnun sjávar og loks benti hann á aðsteðjandi vandamálum á norðurslóðum sökum hlýnun loftslags. Sigmundur segist hafa fengið góð viðbrögð við ræðu sinni enda hafi Ísland margt og mikið til málanna að leggja þegar kemur að loftlagsbreytingum. „Sérstaklega þessi þekking okkar á sviði endurnýjanlegrar orkugjafa og við vildum miðla þeirri þekkingu. Í því skyni ætlum við við að setja aukið fjármagn, meðan annars í þetta verkefni sem felst í því að gefa löndum í Afríku tækifæri til að byggja upp sína möguleika á nýtingu jarðvarma.“ Sigmundur er bjartsýnn á að leiðtogafundurinn skili tilætluðum árangri, í það minnsta hafi orðræðan verið með þeim hætti í dag.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira