Sport

Cousins í ruglinu gegn Risunum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kirk Cousins átti slæman dag í vinnunni í nótt.
Kirk Cousins átti slæman dag í vinnunni í nótt. vísir/getty
New York Giants vann annan leikinn í röð í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt þegar liðið valtaði yfir Washington Redskins á útivelli, 45-14.

Þetta er annar sigur Giants-liðsins í röð eftir tvö vond töp í fyrstu tveimur umferðunum, en Redsksins, sem spáð var fínu gengi á tímabilinu, er nú búið að tapa þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum.

Kirk Cousins, varaleikstjórnandi Washington, hefur fengið tækifæri í síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla Roberts Griffins hins þriðja. Griffin virðist þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af því að fá starfið aftur þegar hann jafnar sig af meiðslunum.

Cousins spilaði vel í tapi gegn Philadelphia Eagles um síðustu helgi, en í nótt var hann gjörsamlega í ruglinu. Hann henti boltanum fjórum sinnum í hendur andstæðinganna, þar af þrisvar sinnum í þriðja leikhluta sem hafði ekki gerst í tíu ár í deildinni.

Eli Manning, leikstjórnandi Giants, var aftur á móti í flottu formi og skilaði 300 kastmetrum í 28 heppnuðum sendingum sem skiluðu fjórum snertimörkum. Innherjinn Larry Donnell sem er á öðru ári í deildinni greip þrjár snertimarksssendingar og skilaði því fínu starfi í nótt.

Myndbönd fráNFL.com:

Kirk Cousins kastar boltanum fjórum sinnum í hendur Giants

Stjörnuleikur Eli Mannings

Eli Manning hefur spilað stórvel í síðustu tveimur leikjum.vísir/getty
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×