Fótbolti

Afturelding bjargaði sér | FH féll

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Harpa varð markadrotting deildarinnar með yfirburðum.
Harpa varð markadrotting deildarinnar með yfirburðum. vísir/arnþór
Pepsí deild kvenna í fótbolta lauk í dag þegar heil umferð var leikin. Ljóst var fyrir leikina að Stjarnan væri Íslandsmeistari en mikil spenna var í fallbaráttunni.

Afturelding þurfti að vinna Fylki á heimavelli og vonast til að FH næði ekki að vinna Þór/KA á Akureyri. Það gekk eftir.

Afturelding lagði Fylki 2-0 með mörkum í fyrri hálfleik á sama tíma og FH beið afhroð á Akureyri 8-1.

Íslandsmeistarar Stjörnunnar lögðu botnlið ÍA 2-1, ÍBV og Breiðablik skildu jöfn 2-2 og Selfoss og Valur gerðu einnig 2-2 jafntefli.

Lokastaðan í deildinni:

1.     Stjarnan 49 stig.

2.     Breiðablik 41

3.     Þór/KA 33

4.     Selfoss 30

5.     Fylkir 29

6.     ÍBV 28

7.     Valur 23

8.     Afturelding 13

9.     FH 12

10.    ÍA 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×