Allt sterka áfengið verði girt af Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. september 2014 18:45 Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34
Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50