Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 14:44 Af hálfu Landspítala kom fram að núverandi álag á bráðamóttökunni væri einkum tilkomið vegna sjúklinga sem bíða þar eftir að geta lagst inn á deildir spítalans. Opnun skyndimóttöku myndi ekki leysa þann vanda Vísir/Vilhelm Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að kanna möguleika þess að setja á fót skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu segir bæði kosti og galla við slíka móttöku. Starfshópurinn segir að verði ákvörðun tekin um að opna slíka móttöku yrði best ef það yrði tilraunaverkefni til eins eða tveggja ára. Á þeim tíma verði hægt að afla gagna og upplýsinga um reynslu af þjónustu skyndimóttöku og vinna að frekari þróun verkefnisins í samvinnu við þjónustuveitendur bráða- og samdægursþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er hér. Samkvæmt mati starfshópsins þurfa allt að 20.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu samdægursþjónustu árlega sem „oftast krefst myndgreininga, blóðrannsókna eða meðferðar með lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu Landspítala, innlagnar eða eftirlits yfir nótt”. Áverkar eða bráð veikindi Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að sjúklingahópurinn sem til greina kæmi að þjónusta á slíkri skyndimóttöku séu einstaklingar sem þurfa samdægursþjónustu að halda sem gæti krafist myndgreininga, blóðrannsókna, lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu sem kallar á innlögn eða eftirlit yfir nótt. Komuástæður hópsins væri hægt að flokka í tvo flokka, áverka og bráð veikindi. Starfshópurinn bendir á að forðast þurfi skörun við þjónustu sem þegar er veitt annars staðar, svo sem á heilsugæslustöðvum eða Læknavakt. Starfshópurinn leitaði til Landspítala og heilsugæslu um mat á slíku verkefni. Af hálfu Landspítala kom fram að núverandi álag á bráðamóttökunni væri einkum tilkomið vegna sjúklinga sem bíða þar eftir að geta lagst inn á deildir spítalans. Opnun skyndimóttöku myndi ekki leysa þann vanda. Fulltrúar Læknavaktar og heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu töldu hættu á því að opnun sjálfstæðrar skyndimóttöku myndi auka flækjustig þjónustunnar og ef til kæmi þyrfti áður að tryggja heildstæða vegvísun fyrir sjúklinga. Gæti leitt til frekari mönnunarvanda á bráðamóttöku Í skýrslunni er jafnframt bent á að mikið álag á starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans hafi leitt til alvarlegs mönnunarvanda á deildinni sem í dag er mestur meðal sérfræðilækna í bráðalækningum. Mikilvægt sé að leita allra leiða til að forðast frekara brottfall heilbrigðisstarfsmanna í bráðaþjónustu. Liður í því geti verið að tryggja starfsfólki tækifæri til að vinna að minnsta kosti hluta vinnu sinnar á starfsstöðvum þar sem minna álag er en við núverandi aðstæður á bráðadeild G2. Aukið hlutfall vakta á bráða- og göngudeild G3, við fjarskiptalækningar eða á hugsanlegri skyndimóttöku gætu verið mögulegar leiðir til þess. Raunverulegar úrbætur séu hins vega háðar því að fækka verulega einstaklingum sem dvelja á bráðamóttökunni í bið eftir innlögn á legudeildum Landspítalans. Stjórnendur Landspítala telja umtalsverða hættu á því að opnun skyndimóttöku myndi auka enn á mönnunarvanda bráðamóttöku spítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Á þeim tíma verði hægt að afla gagna og upplýsinga um reynslu af þjónustu skyndimóttöku og vinna að frekari þróun verkefnisins í samvinnu við þjónustuveitendur bráða- og samdægursþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er hér. Samkvæmt mati starfshópsins þurfa allt að 20.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu samdægursþjónustu árlega sem „oftast krefst myndgreininga, blóðrannsókna eða meðferðar með lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu Landspítala, innlagnar eða eftirlits yfir nótt”. Áverkar eða bráð veikindi Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að sjúklingahópurinn sem til greina kæmi að þjónusta á slíkri skyndimóttöku séu einstaklingar sem þurfa samdægursþjónustu að halda sem gæti krafist myndgreininga, blóðrannsókna, lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu sem kallar á innlögn eða eftirlit yfir nótt. Komuástæður hópsins væri hægt að flokka í tvo flokka, áverka og bráð veikindi. Starfshópurinn bendir á að forðast þurfi skörun við þjónustu sem þegar er veitt annars staðar, svo sem á heilsugæslustöðvum eða Læknavakt. Starfshópurinn leitaði til Landspítala og heilsugæslu um mat á slíku verkefni. Af hálfu Landspítala kom fram að núverandi álag á bráðamóttökunni væri einkum tilkomið vegna sjúklinga sem bíða þar eftir að geta lagst inn á deildir spítalans. Opnun skyndimóttöku myndi ekki leysa þann vanda. Fulltrúar Læknavaktar og heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu töldu hættu á því að opnun sjálfstæðrar skyndimóttöku myndi auka flækjustig þjónustunnar og ef til kæmi þyrfti áður að tryggja heildstæða vegvísun fyrir sjúklinga. Gæti leitt til frekari mönnunarvanda á bráðamóttöku Í skýrslunni er jafnframt bent á að mikið álag á starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans hafi leitt til alvarlegs mönnunarvanda á deildinni sem í dag er mestur meðal sérfræðilækna í bráðalækningum. Mikilvægt sé að leita allra leiða til að forðast frekara brottfall heilbrigðisstarfsmanna í bráðaþjónustu. Liður í því geti verið að tryggja starfsfólki tækifæri til að vinna að minnsta kosti hluta vinnu sinnar á starfsstöðvum þar sem minna álag er en við núverandi aðstæður á bráðadeild G2. Aukið hlutfall vakta á bráða- og göngudeild G3, við fjarskiptalækningar eða á hugsanlegri skyndimóttöku gætu verið mögulegar leiðir til þess. Raunverulegar úrbætur séu hins vega háðar því að fækka verulega einstaklingum sem dvelja á bráðamóttökunni í bið eftir innlögn á legudeildum Landspítalans. Stjórnendur Landspítala telja umtalsverða hættu á því að opnun skyndimóttöku myndi auka enn á mönnunarvanda bráðamóttöku spítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira