Innlent

Kapp­ræður í opinni dag­skrá á Stöð 2 í kvöld

Boði Logason skrifar
Þátturinn verður í umsjón Heimis Más Péturssonar og Elísabetar Ingu Sigurðardóttur.
Þátturinn verður í umsjón Heimis Más Péturssonar og Elísabetar Ingu Sigurðardóttur. Vísir

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna mæta í kappræður hjá Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum klukkan 18:55 í kvöld.

Þá verða aðeins rúmir tveir sólarhringar í að kjörstöðum loki og talning atkvæða hefst, í þessum einu mest spennandi alþingiskosningum síðari tíma.

Inn á milli tekur Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður leiðtogana í atvinnuviðtöl þar sem þeir svara spurningum sem fólk þarf að svara í slíkum viðtölum. Þá þurfa leiðtogarnir að svara hraðaspurningum.

Hún leggur einnig fyrir þá þrautir til að kanna hversu vel þeir geta unnið saman og biður þá um að svara spurningum af handahófi eins og þeir séu að útskýra fyrir fimm ára barni.

Sjá einnig hér: Kappleikarnir, kappræður fyrir unga fólkið fóru fram í beinni fyrr í vikunni.

Kappræðurnar hefjast eins og fyrr segir á slaginu 18:55.

Hægt verður að horfa á þær einnig á Vísi og mun spilari birtast í greininni rétt fyrir útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×