Sport

NFL: Óvænt tap meistaranna

Danny Woodhead, hlaupari San Diego, fagnar í gær.
Danny Woodhead, hlaupari San Diego, fagnar í gær. vísir/getty
Það var nokkuð um óvænt úrslit og lykilmenn meiddust í leikjum gærdagsins í NFL-deildinni.

Hið óstöðvandi lið meistara Seattle Seahawks keyrði á vegg í San Diego þar sem Chargers spilaði frábærlega og vann frækinn sigur. Það sem meira er þá skoraði San Diego 30 stig gegn frábærri vörn Sjóhaukanna.

Cleveland heldur áfram að koma á óvart en liðið skellti sterku liði New Orleans í gær þar sem liðið kom til baka alveg undir lokin.

Chicago Bears kom einnig á óvart með því að vinna 28-20 sigur á San Francisco í opnunarleik hins glæsilega Levi's-vallar. 49ers missti innherjann Vernon Davis í meiðsli í leiknum sem gæti reynst alvarlegt mál.

Hinn hæfileikaríki leikstjórnandi Washington Redskins, Robert Griffin III, meiddist einnig illa Jacksonville og tímabilið gæti hreinlega verið búið hjá honum.

Úrslit:

Buffal-Miami  29-10

Carolina-Detroit  24-7

Cincinnati-Atlanta  24-10

Cleveland-New Orleans  26-24

Minnesota-New England  7-30

NY Giants-Arizona  14-25

Tennessee-Dallas  10-26

Washington-Jacksonville  41-10

San Diego-Seattle  30-21

Tampa Bay-St. Louis  17-19

Denver-Kansas  24-17

Green Bay-NY Jets  31-24

Oakland-Houston  14-30

San Francisco-Chicago  20-28

Í nótt:

Indianapolis-Philadelphia

Staðan í deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×