Eins og Facebook fyrir ríka fólkið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. september 2014 13:12 Hægt er að skoða Netropolitan í einkaþotu, eins og sjá má á þessari mynd sem fyrirtækið sendi frá sér. Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira