Bjarki Ómarsson setur stefnuna hátt Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 07:30 Bjarki Ómarsson. Jón Viðar Arnþórsson Bjarki Ómarsson er 19 ára bardagamaður úr Mjölni. Hann þykir einn allra efnilegasti bardagamaður landsins en hann keppir sinn þriðja MMA bardaga í október. Bjarki tapaði sínum fyrsta MMA bardaga en sigraði þann seinni með miklum yfirburðum fyrir um það bil ári síðan. Hann snýr aftur í búrið þann 19. október þar sem hann berst áhugamannabardaga í Englandi. Þrátt fyrir ungan aldur setur hann stefnuna hátt. „Draumurinn er auðvitað komast í UFC og að geta lifað á þessu,“ segir Bjarki en hann hefur stundað íþróttina í tæp fjögur ár. Bjarki berst í fjaðurvigt (66 kg flokkur) og hefur hug á að fara út til Dublin og Kaliforníu að æfa þar. „Ég hef verið að hugsa um að fara til Kaliforníu næsta sumar og fá að æfa með Team Alpha Male í mánuð eða svo,” en hjá Team Alpha Male æfa margir af bestu bardagamönnum heims í léttari þyngdarflokkunum. Í Dublin mun hann æfa með SBG sem er vinaklúbbur Mjölnis. Bjarki er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en eins og kunnugt er æfði írska stórstjarnan Conor McGregor með þeim hér á landi fyrr í sumar. Hvernig er það fyrir Bjarka að æfa með mönnum eins og Conor og Gunnari Nelson? „Það er mjög gaman að sparra við Gunna, skemmtilegra heldur en á móti Conor. Conor fer aðeins fastar á meðan Gunni er ekki að reyna að rota mann. Það er samt frábær reynsla að æfa með Conor, þú færð ekki betri æfingarfélaga,” segir Bjarki en hann telur að bæði Gunnar og Conor fari alla leið og taki UFC-titil. Bjarki Ómarsson er nafn sem Íslendingar ættu að leggja á minnið en hann hefur alla burði til að fara langt í íþróttinni. Ítarlegri viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Bjarki Ómarsson er 19 ára bardagamaður úr Mjölni. Hann þykir einn allra efnilegasti bardagamaður landsins en hann keppir sinn þriðja MMA bardaga í október. Bjarki tapaði sínum fyrsta MMA bardaga en sigraði þann seinni með miklum yfirburðum fyrir um það bil ári síðan. Hann snýr aftur í búrið þann 19. október þar sem hann berst áhugamannabardaga í Englandi. Þrátt fyrir ungan aldur setur hann stefnuna hátt. „Draumurinn er auðvitað komast í UFC og að geta lifað á þessu,“ segir Bjarki en hann hefur stundað íþróttina í tæp fjögur ár. Bjarki berst í fjaðurvigt (66 kg flokkur) og hefur hug á að fara út til Dublin og Kaliforníu að æfa þar. „Ég hef verið að hugsa um að fara til Kaliforníu næsta sumar og fá að æfa með Team Alpha Male í mánuð eða svo,” en hjá Team Alpha Male æfa margir af bestu bardagamönnum heims í léttari þyngdarflokkunum. Í Dublin mun hann æfa með SBG sem er vinaklúbbur Mjölnis. Bjarki er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en eins og kunnugt er æfði írska stórstjarnan Conor McGregor með þeim hér á landi fyrr í sumar. Hvernig er það fyrir Bjarka að æfa með mönnum eins og Conor og Gunnari Nelson? „Það er mjög gaman að sparra við Gunna, skemmtilegra heldur en á móti Conor. Conor fer aðeins fastar á meðan Gunni er ekki að reyna að rota mann. Það er samt frábær reynsla að æfa með Conor, þú færð ekki betri æfingarfélaga,” segir Bjarki en hann telur að bæði Gunnar og Conor fari alla leið og taki UFC-titil. Bjarki Ómarsson er nafn sem Íslendingar ættu að leggja á minnið en hann hefur alla burði til að fara langt í íþróttinni. Ítarlegri viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira