Fótbolti

Tottenham slapp með skrekkinn á Kýpur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roberto Soldado fagnar marki sínu.
Roberto Soldado fagnar marki sínu. vísir/getty
Tottenham marði sigur á kýpverska liðinu Limassol, 2-1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag.

Heimamenn komust yfir á 14. mínútu leiksins og héldu forskotinu þar til Spánverjinn Robert Soldado jafnaði metin á 74. mínútu, 1-1.

Englendingurinn HarryKane tryggði Tottenham svo sigurinn með marki sex mínútum síðar, 2-1, og Spurs því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn.

Af öðrum úrslitum má nefna að Villareal vann Astana í Kastakstan, 3-0, og Legía Varsjá lagði Aktobe, 1-0, einnig í Kasakstan.

Finnska liðið HJK frá Helsingi lagði Rapid Vín, 2-1, og PSV Eindhoven er 1-0 yfir gegn Shakhtyor Soligorsk eftir fyrri leik liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×