UFC Fight Night í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 22:15 Henderson og dos Anjos í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara. MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara.
MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira