Erlent

Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta

Atli Ísleifsson skrifar
Jonas Gahr Støre tók við formennsku í Verkamannaflokknum í júní síðastliðinn.
Jonas Gahr Støre tók við formennsku í Verkamannaflokknum í júní síðastliðinn. Vísir/AFP
Jonas Gahr Støre, formaður norskra Verkamannaflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, segir hryðjuverkárás Anders Behring Breivik árið 2011 hafa verið ein helsta ástæða þess að ríkisstjórn undir stjórn Verkamannaflokksins hafi beðið lægri hlut í þingkosningum síðasta haust.

„Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Støre í nýrri bók sinni, I bevegelse – Veivalg for det 21. Århundre, sem kom út í dag.

Í frétt NRK segir að bókinni sé lýst sem stefnuyfirlýsingu nýs formanns Verkamannaflokksins sem tók við formennsku af Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi framkvæmdastjóra NATO, fyrr í sumar í kjölfar taps flokksins á síðasta ári.

„Við misstum mikinn kraft vegna 22. júlí, eða réttara sagt, við nýttum tíma okkar og kraft til að hugsa um margt annað en stjórnmál morgundagsins,“ segir í bókinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×