Hyperlapse nýjasta byltingin í myndbandsupptökum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 14:04 MYND/SKJÁSKOT Mynddreifingasmáforritið Instagram hleypti af stokkunum nú á þriðjudag nýju smáforriti sem gerir fólki kleift að taka upp myndbönd og spila þau aftur á að allt að tólfföldum hraða, án þess að myndgæðin skerðist. Forritið, sem ber nafnið Hyperlapse, er ákaflega einfalt í notkun; smellt er á hnapp til að taka upp myndband og smellt aftur til að stöðva upptökuna. Því næst er endurspilunarhraðinn ákveðinn og gefst notendum smáforritsins því næst tækifæri á að deila myndskeiðum sínum beint á Facebook og Instagram. Helsti galdurinn á bak við forritið liggur í myndjöfnunni en þegar myndböndum er hraðað margfaldast minnstu hreyfingar myndavélarinnar þannig að nær ómögulegt verður að horfa á myndböndin án þess að sundla. Verkfræðingum á vegum Microsoft tókst hins vegar að draga úr þessum hristingi, þrátt fyrir að myndböndin séu spiluð aftur á allt að tólfföldum hraða. Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá myndbönd sem kynna virkni Hyperlapse. Þá hefur starfsfólk Hvíta hússins ekki látið tæknina fram hjá sér fara en þeir birtu á dögunum myndband af ferðalagi sínu í gegnum forsetabústaðinn og birtu á Facebook-síðu sinni. Hægt er að hlaða niður forritinu í Google Play og App store sér að endurgjaldslausu. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mynddreifingasmáforritið Instagram hleypti af stokkunum nú á þriðjudag nýju smáforriti sem gerir fólki kleift að taka upp myndbönd og spila þau aftur á að allt að tólfföldum hraða, án þess að myndgæðin skerðist. Forritið, sem ber nafnið Hyperlapse, er ákaflega einfalt í notkun; smellt er á hnapp til að taka upp myndband og smellt aftur til að stöðva upptökuna. Því næst er endurspilunarhraðinn ákveðinn og gefst notendum smáforritsins því næst tækifæri á að deila myndskeiðum sínum beint á Facebook og Instagram. Helsti galdurinn á bak við forritið liggur í myndjöfnunni en þegar myndböndum er hraðað margfaldast minnstu hreyfingar myndavélarinnar þannig að nær ómögulegt verður að horfa á myndböndin án þess að sundla. Verkfræðingum á vegum Microsoft tókst hins vegar að draga úr þessum hristingi, þrátt fyrir að myndböndin séu spiluð aftur á allt að tólfföldum hraða. Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá myndbönd sem kynna virkni Hyperlapse. Þá hefur starfsfólk Hvíta hússins ekki látið tæknina fram hjá sér fara en þeir birtu á dögunum myndband af ferðalagi sínu í gegnum forsetabústaðinn og birtu á Facebook-síðu sinni. Hægt er að hlaða niður forritinu í Google Play og App store sér að endurgjaldslausu.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira