Fyrirspurnum frá flugfarþegum rignir inn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 12:00 mynd/Kristján Þór Kristjánsson Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira