Vonbrigði í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 15. ágúst 2014 15:15 Frá olíuþjónustumiðstöðinni í Rúnavík við Skálafjörð. Mynd/Eli Lassen. Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja, í dag um nýjustu olíuborun við eyjarnar. Niðurstaðan er vonbrigði fyrir Færeyinga en þetta var önnur holan af tveimur sem boraðar voru í sumar og skilaði hvorug þeirra tilætluðum árangri. Rúni M. Hansen, framkvæmdastjóri hjá Statoil, sem fór fyrir báðum verkefnunum, segir þó að þýðingarmiklar upplýsingar hafi fengist, sem muni nýtast í frekari olíuleit hjá Statoil. Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, fagnar því að borunin hafi tekist vel og örugglega um leið og hann lýsir vonbrigðum með að ekki hafi tekist að staðfesta kolvetni í vinnanlegu magni. Hann segir að olíuleitin muni halda áfram og framundan séu mikil tækifæri fyrir Færeyinga að byggja upp þjónustu fyrir olíustarfsemi á alþjóðavísu. Jan Müller, framkvæmdastjóri Samtaka olíuleitarfélaga í Færeyjum, segir næstu mánuði fara í að meta stöðuna. Hann hughreystir menn með því að nú muni hugsanlega sannast að aðeins vanti einn brunn enn. Venjulega séu tíu brunnar boraðir fyrir hvern olíufund. Nú sé bara búið að bora níu holur við Færeyjar. Aldrei fyrr hefur jafnmikið verið lagt undir í olíuleit við Færeyjar en talið er að boranirnar í ár hafi kostað olíufélögin sem að þeim stóðu allt að fjörutíu milljarða króna. Seinni holan, kölluð Súla/Stelkur, var boruð niður á 3.015 metra dýpi undir 1.050 metra djúpum hafsbotni suðaustur af Færeyjum skammt frá lögsögumörkunum við Bretland. Handan miðlínunnar, á landgrunni Hjaltlandseyja, hafa þegar fundist miklar olíulindir. Tengdar fréttir Aldrei lagt jafn mikið í olíuleit í Færeyjum Mesta og dýrasta átak til þessa til að finna olíu við Færeyjar er hafið. Borpallur er kominn í lögsögu eyjanna til að bora tvær holur sem kosta munu allt að fjörutíu milljarða króna. 17. maí 2014 20:15 Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Engin olía í Færeyjum Færeyingar þurfa enn að bíða eftir olíunni. Norska olíufélagið Statoil tilkynnti í morgun að engin olía hefði fundist við borun á Brugdan 2-brunninum um 130 kílómetra suðaustur af eyjunum. 27. júní 2014 09:00 Vissara að Færeyingar verði sjálfstæðir áður en olían finnst Atvinnumálaráðherra Færeyja, Jóhan Dahl, kveðst handviss um að Færeyingar verði olíuþjóð. Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, segir mikilvægt að Færeyingar fái sjálfstæði áður en olían finnst, - olíufundur geti leitt til þess að Danir verði tregari að slíta sambandinu. Kannanir sýna að Færeyingar skiptast nokkurn veginn til helminga í afstöðunni til þess hvort slíta eigi sambandinu við Dani. En gæti stór olíufundur breytt miklu í sjálfstæðismálunum? Stuðningur Dana nemur um ellefu prósentum af fjárlögum Færeyja og yrði væntalega óþarfur ef olían finnst. Högna Hoydal finnst tryggast að fá sjálfstæðið áður: "Við sjáum hvað er að gerast í Grænlandi. Það er sama mál. 21. apríl 2013 18:40 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja, í dag um nýjustu olíuborun við eyjarnar. Niðurstaðan er vonbrigði fyrir Færeyinga en þetta var önnur holan af tveimur sem boraðar voru í sumar og skilaði hvorug þeirra tilætluðum árangri. Rúni M. Hansen, framkvæmdastjóri hjá Statoil, sem fór fyrir báðum verkefnunum, segir þó að þýðingarmiklar upplýsingar hafi fengist, sem muni nýtast í frekari olíuleit hjá Statoil. Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, fagnar því að borunin hafi tekist vel og örugglega um leið og hann lýsir vonbrigðum með að ekki hafi tekist að staðfesta kolvetni í vinnanlegu magni. Hann segir að olíuleitin muni halda áfram og framundan séu mikil tækifæri fyrir Færeyinga að byggja upp þjónustu fyrir olíustarfsemi á alþjóðavísu. Jan Müller, framkvæmdastjóri Samtaka olíuleitarfélaga í Færeyjum, segir næstu mánuði fara í að meta stöðuna. Hann hughreystir menn með því að nú muni hugsanlega sannast að aðeins vanti einn brunn enn. Venjulega séu tíu brunnar boraðir fyrir hvern olíufund. Nú sé bara búið að bora níu holur við Færeyjar. Aldrei fyrr hefur jafnmikið verið lagt undir í olíuleit við Færeyjar en talið er að boranirnar í ár hafi kostað olíufélögin sem að þeim stóðu allt að fjörutíu milljarða króna. Seinni holan, kölluð Súla/Stelkur, var boruð niður á 3.015 metra dýpi undir 1.050 metra djúpum hafsbotni suðaustur af Færeyjum skammt frá lögsögumörkunum við Bretland. Handan miðlínunnar, á landgrunni Hjaltlandseyja, hafa þegar fundist miklar olíulindir.
Tengdar fréttir Aldrei lagt jafn mikið í olíuleit í Færeyjum Mesta og dýrasta átak til þessa til að finna olíu við Færeyjar er hafið. Borpallur er kominn í lögsögu eyjanna til að bora tvær holur sem kosta munu allt að fjörutíu milljarða króna. 17. maí 2014 20:15 Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Engin olía í Færeyjum Færeyingar þurfa enn að bíða eftir olíunni. Norska olíufélagið Statoil tilkynnti í morgun að engin olía hefði fundist við borun á Brugdan 2-brunninum um 130 kílómetra suðaustur af eyjunum. 27. júní 2014 09:00 Vissara að Færeyingar verði sjálfstæðir áður en olían finnst Atvinnumálaráðherra Færeyja, Jóhan Dahl, kveðst handviss um að Færeyingar verði olíuþjóð. Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, segir mikilvægt að Færeyingar fái sjálfstæði áður en olían finnst, - olíufundur geti leitt til þess að Danir verði tregari að slíta sambandinu. Kannanir sýna að Færeyingar skiptast nokkurn veginn til helminga í afstöðunni til þess hvort slíta eigi sambandinu við Dani. En gæti stór olíufundur breytt miklu í sjálfstæðismálunum? Stuðningur Dana nemur um ellefu prósentum af fjárlögum Færeyja og yrði væntalega óþarfur ef olían finnst. Högna Hoydal finnst tryggast að fá sjálfstæðið áður: "Við sjáum hvað er að gerast í Grænlandi. Það er sama mál. 21. apríl 2013 18:40 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Aldrei lagt jafn mikið í olíuleit í Færeyjum Mesta og dýrasta átak til þessa til að finna olíu við Færeyjar er hafið. Borpallur er kominn í lögsögu eyjanna til að bora tvær holur sem kosta munu allt að fjörutíu milljarða króna. 17. maí 2014 20:15
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00
Engin olía í Færeyjum Færeyingar þurfa enn að bíða eftir olíunni. Norska olíufélagið Statoil tilkynnti í morgun að engin olía hefði fundist við borun á Brugdan 2-brunninum um 130 kílómetra suðaustur af eyjunum. 27. júní 2014 09:00
Vissara að Færeyingar verði sjálfstæðir áður en olían finnst Atvinnumálaráðherra Færeyja, Jóhan Dahl, kveðst handviss um að Færeyingar verði olíuþjóð. Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, segir mikilvægt að Færeyingar fái sjálfstæði áður en olían finnst, - olíufundur geti leitt til þess að Danir verði tregari að slíta sambandinu. Kannanir sýna að Færeyingar skiptast nokkurn veginn til helminga í afstöðunni til þess hvort slíta eigi sambandinu við Dani. En gæti stór olíufundur breytt miklu í sjálfstæðismálunum? Stuðningur Dana nemur um ellefu prósentum af fjárlögum Færeyja og yrði væntalega óþarfur ef olían finnst. Högna Hoydal finnst tryggast að fá sjálfstæðið áður: "Við sjáum hvað er að gerast í Grænlandi. Það er sama mál. 21. apríl 2013 18:40