Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. ágúst 2014 20:10 Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það beri að taka þessa öflugu skjálftavirkni alvarlega og hún geti leitt til eldgoss. „Það er búin að vera öflug skjálftavirkni í Bárðarbungu frá því klukkan 03:00 í nótt, öflugri virkni en hefur verið síðastliðin 18 ár, síðan það gaus í Gjálp. Það verður að taka þessu alvarlega og að þessi aukna virkni geti leitt til eldgoss í Bárðarbungu eða við hana,“ segir Magnús Tumi.Minni líkur en meiri á gosi „Það er nú samt líklegra að virknin lognist útaf eins og margar jarðskjálftahrinur gera en það er ekki hægt að taka sénsinn á því fyrirfram. Við erum að bera okkur saman um hvað við höfum verið að sjá, aðallega hvað hægt er að sjá út úr gögnum Veðurstofu Íslands, og meta hver atburðaráðsin gæti orðið,“ segir Magnús Tumi í kvöld. Er möguleiki á að það verði eldgos í Bárðarbungu? „Það er ómögulegt að segja. Við verðum að vera við öllu búin,“ svarar Magnús Tumi. „Við höfum farið yfir gossögu Bárðarbungu og hvaða atburðir hafa átt sér stað í fortíðinni, hvernig skjálftavirknin hefur breyst undanfarin ár og hvað þetta gæti þýtt. Einn möguleikinn er að þetta endi með eldgosi undir jöklinum og ef að það gerist þá myndi koma hlaup sem gæti orðið býsna stórt. Það er líklegast að slíkt hlaup fari niður Jökulsá á Fjöllum en getur líka farið niður Kölduhvísl og ekki útilokað að það fari niður í Skjálfandafljót.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það beri að taka þessa öflugu skjálftavirkni alvarlega og hún geti leitt til eldgoss. „Það er búin að vera öflug skjálftavirkni í Bárðarbungu frá því klukkan 03:00 í nótt, öflugri virkni en hefur verið síðastliðin 18 ár, síðan það gaus í Gjálp. Það verður að taka þessu alvarlega og að þessi aukna virkni geti leitt til eldgoss í Bárðarbungu eða við hana,“ segir Magnús Tumi.Minni líkur en meiri á gosi „Það er nú samt líklegra að virknin lognist útaf eins og margar jarðskjálftahrinur gera en það er ekki hægt að taka sénsinn á því fyrirfram. Við erum að bera okkur saman um hvað við höfum verið að sjá, aðallega hvað hægt er að sjá út úr gögnum Veðurstofu Íslands, og meta hver atburðaráðsin gæti orðið,“ segir Magnús Tumi í kvöld. Er möguleiki á að það verði eldgos í Bárðarbungu? „Það er ómögulegt að segja. Við verðum að vera við öllu búin,“ svarar Magnús Tumi. „Við höfum farið yfir gossögu Bárðarbungu og hvaða atburðir hafa átt sér stað í fortíðinni, hvernig skjálftavirknin hefur breyst undanfarin ár og hvað þetta gæti þýtt. Einn möguleikinn er að þetta endi með eldgosi undir jöklinum og ef að það gerist þá myndi koma hlaup sem gæti orðið býsna stórt. Það er líklegast að slíkt hlaup fari niður Jökulsá á Fjöllum en getur líka farið niður Kölduhvísl og ekki útilokað að það fari niður í Skjálfandafljót.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28