Fótbolti

Leikmannahópur Inter fyrir leikina gegn Stjörnunni klár

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Osvaldo, Kovacic og Vidic á æfingu Inter á dögunum.
Osvaldo, Kovacic og Vidic á æfingu Inter á dögunum. Vísir/Getty
Walter Mazzarri, knattspyrnustjóri Inter, staðfesti í dag leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Stjörnunni.

Rodrigio Palacio, leikmaður argentínska landsliðsins er ekki í leikmannahóp Inter né Gary Medel sem gekk til liðs við félagið fyrir stuttu frá Cardiff.

Það þýðir hinsvegar ekki að helstu stjörnur félagsins komi ekki en á meðal leikmannana sem koma til Íslands eru Nemanja Vidic, Hernanes og Dani Osvaldo.

Leikmannahópurinn er eftirfarandi:

Markmenn: Samir Handanovic, Juan Carrizo, Tommaso Berni.

Varnarmenn: Jonathan, Juan Jesus, Marco Andreolli, Nemanja Vidic, Dodò, Andrea Ranocchia, Matias Silvestre, Danilo D'Ambrosio.

Miðjumenn: Mateo Kovacic, Ricky Alvarez, Fredy Guarin, Zdravko Kuzmanovic, Joel Obi, Hernanes, Yann M'Vila.

Framherjar: Dani Osvaldo, Mauro Icardi, Rubén Botta


Tengdar fréttir

Enginn eftir frá 2010

Það er óhætt að segja að lið Inter hafi breyst mikið á undanförnum árum.

Búumst við ævintýralegri stemningu

Stjarnan og ítalska stórliðið Inter mætast næsta miðvikudag í Evrópudeildinni og verður leikið á Laugardalsvelli. Það er þegar uppselt á leikinn og von á einstakri stemningu í Dalnum á miðvikudagskvöldið.

Stjarnan mætir Inter

Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×