Argentínumenn þurfa að halda áfram að semja Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2014 19:23 Dómstóll Vestanhafs hefur úrskurðað að viðræður argentínska ríkisins við kröfuhafa sína verði að halda áfram þrátt fyrir að Argentína hafi lýst yfir greiðslufalli. Vogunarsjóðir sem keypt hafa kröfur á argentínska ríkið eru í sumum tilvikum þeir sömu og keypt hafa skuldabréf föllnu bankanna hér á landi. Þegar Argentína lýsti síðast yfir greiðslufalli (e. default) árið 2001 samdi argentínska ríkið við 92% kröfuhafa sinna en hluti þeirra, bandarískir vogunarsjóðir, sættu sig ekki við þá samninga og kröfðust fullrar greiðslu fyrir sín ríkissuldabréf sem verðlögð eru á jafnvirði 170 milljarða króna. Kröfur þessara vogunarsjóða eru í raun ástæðan fyrir vanda landsins núna. Bandarískur dómstóll dæmdi vogunarsjóðunum í vil í síðasta mánuði og frestur stjórnvalda í Argentínu til að semja við þá rann út aðfaranótt fimmtudags. Þegar samningar tókust ekki ákvað ríkisstjórn Argentínu að lýsa yfir greiðslufalli í annað sinn á 13 árum. Jorge Capitanich, talsmaður argentínsku ríkisstjórnarinnar, kenndi bandarískum dómstólum um hvernig fór í viðtali við þarlenda fjölmiðla. Nafntogaðir pistlahöfundar um efnahagsmál hafa tekið málstað Argentínu. Til dæmis ritaði Martin Wolf einn af efnahagsritstjórum Financial Times þessa grein fyrr í sumar undir fyrirsögninni: Verjum Argentínu fyrir hrægömmunum. Í greininni segir Wolf að krafa um að Argentínumenn greiði skuldabréf sín að fullu sé „fjárkúgun með stuðningi bandarískra dómstóla.“Gjaldfella önnur bréf Yfirlýsing um greiðslufall þýðir að eigendur annarra skuldabréf geta gjaldfellt bréfin því gjaldfellingarákvæði í þessum bréfum verða virk. Það sama gera fyrirtæki sem hafa tryggt skuldir argentínska ríkisins með sérstökum skuldatryggingum. Í gær kvað dómstóll í New York síðan upp úrskurð þess efnis að argentínska ríkið verði að halda áfram viðræðum við kröfuhafa sína þrátt fyrir yfirlýsingu um greiðslufall.Fjárfesta í ríkjum þar sem neyð ríkir Hrægammasjóðirnir sem eiga kröfu á argentínska ríkið eru í mörgum tilvikum þeir sömu og hafa keypt skuldabréf föllnu bankanna hér á Íslandi á hrakvirði.Þar má nefna sjóðinn Elliott Management sem sérhæfir sig í að fjárfesta í ríkjum sem glíma við neyð eða standa frammi fyrir greiðsluþroti. Hrægammasjóðir af þessu tagi hafa komið sér þægilega fyrir á Íslandi en það er samt grundvallarmunur á stöðu Íslands og Argentínu því í tilfelli Argentínu eiga vogunarsjóðirnir kröfur á argentínska ríkið en hér á landi eiga þeir aðallega kröfur á fjármálafyrirtæki í slitum. Þeir eru því ekki að fara að banka upp á í fjármálaráðuneytinu við Arnarhvol í fyrirsjáanlegri framtíð. Tengdar fréttir Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Ríkissjóður Argentínu stendur ekki undir greiðslum af skuldabréfum sínum. 31. júlí 2014 11:00 Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Þorvaldur Gylfason segir ólíklegt en ekki útilokað að Íslendingar geti lent í sömu stöðu. 1. ágúst 2014 06:00 Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dómstóll Vestanhafs hefur úrskurðað að viðræður argentínska ríkisins við kröfuhafa sína verði að halda áfram þrátt fyrir að Argentína hafi lýst yfir greiðslufalli. Vogunarsjóðir sem keypt hafa kröfur á argentínska ríkið eru í sumum tilvikum þeir sömu og keypt hafa skuldabréf föllnu bankanna hér á landi. Þegar Argentína lýsti síðast yfir greiðslufalli (e. default) árið 2001 samdi argentínska ríkið við 92% kröfuhafa sinna en hluti þeirra, bandarískir vogunarsjóðir, sættu sig ekki við þá samninga og kröfðust fullrar greiðslu fyrir sín ríkissuldabréf sem verðlögð eru á jafnvirði 170 milljarða króna. Kröfur þessara vogunarsjóða eru í raun ástæðan fyrir vanda landsins núna. Bandarískur dómstóll dæmdi vogunarsjóðunum í vil í síðasta mánuði og frestur stjórnvalda í Argentínu til að semja við þá rann út aðfaranótt fimmtudags. Þegar samningar tókust ekki ákvað ríkisstjórn Argentínu að lýsa yfir greiðslufalli í annað sinn á 13 árum. Jorge Capitanich, talsmaður argentínsku ríkisstjórnarinnar, kenndi bandarískum dómstólum um hvernig fór í viðtali við þarlenda fjölmiðla. Nafntogaðir pistlahöfundar um efnahagsmál hafa tekið málstað Argentínu. Til dæmis ritaði Martin Wolf einn af efnahagsritstjórum Financial Times þessa grein fyrr í sumar undir fyrirsögninni: Verjum Argentínu fyrir hrægömmunum. Í greininni segir Wolf að krafa um að Argentínumenn greiði skuldabréf sín að fullu sé „fjárkúgun með stuðningi bandarískra dómstóla.“Gjaldfella önnur bréf Yfirlýsing um greiðslufall þýðir að eigendur annarra skuldabréf geta gjaldfellt bréfin því gjaldfellingarákvæði í þessum bréfum verða virk. Það sama gera fyrirtæki sem hafa tryggt skuldir argentínska ríkisins með sérstökum skuldatryggingum. Í gær kvað dómstóll í New York síðan upp úrskurð þess efnis að argentínska ríkið verði að halda áfram viðræðum við kröfuhafa sína þrátt fyrir yfirlýsingu um greiðslufall.Fjárfesta í ríkjum þar sem neyð ríkir Hrægammasjóðirnir sem eiga kröfu á argentínska ríkið eru í mörgum tilvikum þeir sömu og hafa keypt skuldabréf föllnu bankanna hér á Íslandi á hrakvirði.Þar má nefna sjóðinn Elliott Management sem sérhæfir sig í að fjárfesta í ríkjum sem glíma við neyð eða standa frammi fyrir greiðsluþroti. Hrægammasjóðir af þessu tagi hafa komið sér þægilega fyrir á Íslandi en það er samt grundvallarmunur á stöðu Íslands og Argentínu því í tilfelli Argentínu eiga vogunarsjóðirnir kröfur á argentínska ríkið en hér á landi eiga þeir aðallega kröfur á fjármálafyrirtæki í slitum. Þeir eru því ekki að fara að banka upp á í fjármálaráðuneytinu við Arnarhvol í fyrirsjáanlegri framtíð.
Tengdar fréttir Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Ríkissjóður Argentínu stendur ekki undir greiðslum af skuldabréfum sínum. 31. júlí 2014 11:00 Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Þorvaldur Gylfason segir ólíklegt en ekki útilokað að Íslendingar geti lent í sömu stöðu. 1. ágúst 2014 06:00 Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Ríkissjóður Argentínu stendur ekki undir greiðslum af skuldabréfum sínum. 31. júlí 2014 11:00
Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Þorvaldur Gylfason segir ólíklegt en ekki útilokað að Íslendingar geti lent í sömu stöðu. 1. ágúst 2014 06:00
Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22