Formúla 1

Sá grunaði hengdi sig

Vísir/Getty

Maðurinn sem grunaður var um að hafa lekið sjúkraskýrslum ökuþórsins Michael Schumacher er látinn. Hann hengdi sig í fangaklefa sínum.



Ekkert bendir til þess að lát mannsins hafi borið að með saknænum hætti að sögn svissneskra saksóknara.



Ekki hefur verið greint frá nafni mannsins, en talið er að hann hafi verið stjórnarmaður hjá Rega, svissnesku þyrlufélagi. Hann var handtekinn í gær.



Þegar Schumacher var fluttur frá Grenoble spítalanum til Háskólasjúkrahússins í Lausanne 16. júní var haft samband við Rega, þótt ökuþórinn hafi á endanum verið fluttur með sjúkrabíl.



Í byrjun júlí greindi franska dagblaðið Le Dauphine Libere því að evrópskum fjölmiðlun hefðu verið boðnar sjúkraskýrslur Schumacher gegn hárri greiðslu.



Skýrslurnar höfðu að geyma upplýsingar um ástand Schumacher sem lenti sem kunnugt er í alvarlegu skíðaslysi 29. desember á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Michael Schumacher úr dái

Fjölskylda Þjóðverjans þakkar öllum þeim sem hafa stutt við bakið á þeim undanfarið hálft ár.

Sjúkraskýrslum Schumacher stolið

Sjúkraskýrslum sem fjalla um ástand Michael Schumacher var stolið af franska spítalanum sem Schumacher hefur dvalist á.

Schumacher bregst við rödd konu sinnar

Michael Schumacher er sagður bregðast við þegar hann heyrir rödd eiginkonu sinnar og að hann geti andað óstuddur í ákveðinn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×