83 milljónir í kassann hjá Stjörnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2014 19:46 Ingvar Jónsson fór á kostum í marki Stjörnunnar í kvöld. Vísir/AFP Karlalið Stjörnunnar í Garðabæ náði sögulegum árangri í kvöld er liðið sló út pólska félagið Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði markalaust jafntefli í Póllandi eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli. Um stórbrotinn árangur er að ræða enda misstu íslenskir sparkspekingar sig á Twitter í leikslok. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, var gráti næst er Vísir heyrði í honum hljóðið að leik loknum. Með sigrinum vann Stjarnan sér inn 150 þúsund evrur til viðbótar við þær 390 þúsund evrur sem liðið hafði þegar unnið sér inn. Fyrst fékk liðið 120 þúsund evrur fyrir að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildar. Þá fékk liðið 130 þúsund evrur fyrir að leggja Bangor frá Wales og tryggja sér sæti í 2. umferð. Við bættust 140 þúsund evrur með dramatískum sigri á skoska liðinu Motherwell í þriðju umferð. Alls hefur Stjarnan því unnið sér inn 540 þúsund evrur eða jafnvirði 83 milljóna íslenskra króna.Ingvar varði allt sem á mark Stjörnunar kom í 180 mínútur gegn pólska stórliðinu.Vísir/AFPÁrangur Stjörnunnar er svo sannarlega sögulegur. Félagið spilar í Evrópukeppni í karlaflokki í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur ekki enn tapað í sex leikjum sínum. Liðið vann 4-0 sigur í báðum leikjunum gegn Bangor, samanlagt 5-4 gegn Motherwell og nú 1-0 gegn Lech Poznan. Samanlögð markatala er 14-4. Ljóst er að andstæðingur Stjörnunnar í fjórðu og lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, umspilinu, verður erfiður. Sigur þar myndi tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og um leið 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir íslenskra króna. Fjölmargir spennandi andstæðingar verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð. Má þar nefna Inter frá Ítalíu, Tottenham frá England, PSV Eindhoven frá Hollandi og Villarreal frá Spáni. Stjarnan er lægst skrifaða liðið samkvæmt styrkleikaútreikningum UEFA enda að spila í fyrsta skipti í Evrópu. Óvíst er hvort Stjarnan fær að spila heimaleik sinn í umspilinu í Garðabænum. Samsung-völlurinn er gervigrasvöllur auk þess sem mögulegt er að andstæðingur Stjörnunnar gæti gert athugasemd við stærð stúku eða aðrar vallaraðstæður. Í riðlakeppni Evrópudeildar spila fjögur lið í riðli, tvo leiki, heima og að heiman. Því myndu bíða Stjörnunnar sex leikir til viðbótar og mögulegar auknar tekjur af sjónvarpsrétti. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar í Garðabæ náði sögulegum árangri í kvöld er liðið sló út pólska félagið Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði markalaust jafntefli í Póllandi eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli. Um stórbrotinn árangur er að ræða enda misstu íslenskir sparkspekingar sig á Twitter í leikslok. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, var gráti næst er Vísir heyrði í honum hljóðið að leik loknum. Með sigrinum vann Stjarnan sér inn 150 þúsund evrur til viðbótar við þær 390 þúsund evrur sem liðið hafði þegar unnið sér inn. Fyrst fékk liðið 120 þúsund evrur fyrir að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildar. Þá fékk liðið 130 þúsund evrur fyrir að leggja Bangor frá Wales og tryggja sér sæti í 2. umferð. Við bættust 140 þúsund evrur með dramatískum sigri á skoska liðinu Motherwell í þriðju umferð. Alls hefur Stjarnan því unnið sér inn 540 þúsund evrur eða jafnvirði 83 milljóna íslenskra króna.Ingvar varði allt sem á mark Stjörnunar kom í 180 mínútur gegn pólska stórliðinu.Vísir/AFPÁrangur Stjörnunnar er svo sannarlega sögulegur. Félagið spilar í Evrópukeppni í karlaflokki í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur ekki enn tapað í sex leikjum sínum. Liðið vann 4-0 sigur í báðum leikjunum gegn Bangor, samanlagt 5-4 gegn Motherwell og nú 1-0 gegn Lech Poznan. Samanlögð markatala er 14-4. Ljóst er að andstæðingur Stjörnunnar í fjórðu og lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, umspilinu, verður erfiður. Sigur þar myndi tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og um leið 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir íslenskra króna. Fjölmargir spennandi andstæðingar verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð. Má þar nefna Inter frá Ítalíu, Tottenham frá England, PSV Eindhoven frá Hollandi og Villarreal frá Spáni. Stjarnan er lægst skrifaða liðið samkvæmt styrkleikaútreikningum UEFA enda að spila í fyrsta skipti í Evrópu. Óvíst er hvort Stjarnan fær að spila heimaleik sinn í umspilinu í Garðabænum. Samsung-völlurinn er gervigrasvöllur auk þess sem mögulegt er að andstæðingur Stjörnunnar gæti gert athugasemd við stærð stúku eða aðrar vallaraðstæður. Í riðlakeppni Evrópudeildar spila fjögur lið í riðli, tvo leiki, heima og að heiman. Því myndu bíða Stjörnunnar sex leikir til viðbótar og mögulegar auknar tekjur af sjónvarpsrétti.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59
Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35